„Ég vill ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2023 22:09 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Ljónagryfjunni í kvöld þegar sjöunda umferð Subway deildar karla hóf göngu sína. Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Eftir mikinn baráttuleik voru það þó heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur. „Þetta var held ég annar leikurinn í röð sem að Stólarnir fara í framlengingu, fámennir. Þannig ég held að við höfum bara átt aðeins meira eftir á tanknum hérna í lokin.“ Njarðvíkingar leiddu leikinn lengst af en í fjórða leikhluta misstu þeir leikinn aðeins frá sér og hleyptu Tindastól inn í leikinn til að jafna og var Benedikt þjálfari Njarðvíkinga ekki sáttur með það. „Algjörlega. Við erum með ellefu stiga forskot hérna og fimm mínútur eftir þegar við fáum á okkur 20 stig á síðustu fimm mínútunum. Þannig lokar maður ekki leikjum. Maður lokar leikjum með vörn og ég var ekki sáttur með vörnina hjá mínum mönnum hérna síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma.“ „Jújú, sáttur við stigin en mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð til þess að vinna. Við erum að mæta hérna Stólaliði og ég vill ekki hljóma eitthvað hrokafullur eða eitthvað svoleiðis en mér fannst þetta bara skyldusigur ef við ætlum að láta taka okkur alvarlega þegar það vantar svona marga í Stólaliðið. Við erum hérna á heimavelli en þetta snýst um að safna stigum og strákarnir kláruðu þetta og ég hrósa þeim fyrir það.“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur hefur talað um það áður í haust að honum hefur þótt vanta aðeins upp á drápseðli í sínum mönnum á köflum og í kvöld sóttu þeir sigur í framlengingu. „Ég hefði viljað fá það bara í lok venjulegs leiktíma þegar við vorum með leikinn heldur hleypum þeim bara í lokaskot hvað eftir annað og það er bara eitthvað sem að böggar mig en bara þakklátur fyrir sigurinn og maður verður að virða alla sigra. Sérstaklega á móti góðum liðum þannig ætli ég verði ekki að vera pínu sáttur.“ Njarðvíkingar voru að vinna sinn annan sigur í röð eftir að hafa misstigið sig örlítið í umferðum á undan og ætla að halda áfram að byggja á góða sigra. „Þetta snýst um eins og ég segi að ná í sigra og ég er alveg til í ljóta sigra og við hljótum að taka einhverja svoleiðis en maður er alltaf að vona að framistaðan verði betri og betri. Þetta var ekki okkar besti leikur, það verður bara að segjast eins og er.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-97 | Njarðvíkingar mörðu meistarana Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild-karla í kvöld, 101-97. 17. nóvember 2023 21:05