Þar spilaði hún lagið sitt From the Start við góðar undirtektir. Á undanförnum árum hefur Laufey Lín skotist hratt upp á stjörnuhiminn og hefur ný plata hennar, Bewitched, notið mikilla vinsælda.
Laufey gaf út plötuna í september og er hún sú djassplata sem hefur fengið mesta spilun á útgáfudegi í sögu tónlistarstreymisveitunnar Spotify. Hún er nú í miðju tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku og seldist upp á hverja einustu tónleika.
Jimmy Kimmel er þáttastjórnandi eins vinsælasta spjallþáttar Bandaríkjanna sem fer í loftið fjórum sinnum í viku á ABC.
Laufey er nú með tæplega tvær milljónir fylgjenda á Instagram og rúmlega þrettán milljónir mánaðarlegra hlustenda á Spotify.
.@Laufey performs From The Start! pic.twitter.com/S5DVAtu6S7
— Jimmy Kimmel Live (@JimmyKimmelLive) November 17, 2023