Gætum nýtt raforku átta prósent betur Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2023 13:46 Skýrslan var meðal annars unnin fyrir Landsvirkjun. Hörður Arnarson er forstjóri fyrirtækisins. Stöð 2/Egill Nýta má raforku á Íslandi betur en nú er gert. Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 gígavattstundir á ári, eða sem nemur um átta prósent af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“ Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í greiningu sem danska ráðgjafarstofan Implement vann fyrir Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Orkustofnun og Landsvirkjun. Í fréttatilkynningu um útgáfu skýrslu Implement segir að af þeim 1.500 gígavattstundum sé hægt að spara 356 gígavattstundir með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 gígavattstundir væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði. Raforkusparnaður um um það bil 353 gígavattstunda teljist tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið sé að hægt sé að ná 24 prósent af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53 prósent á næsta áratug. Stærstu tækifærin í einkageiranum og opinberri þjónustu Helstu niðurstöður séu þær að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 gígavattstundir. Þá sé einnig að finna stór tækifæri í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku, 178 gígavattstundir, endurnýtingu glatvarma frá iðnaði, 357 gígavattstundir, og bættri nýtni raforku í áliðnaði, 112 gígavattstundir. Þá séu einnig tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila, 58 gígavattstundir, í landbúnaði, 43 gígavattstundir, í framleiðslu járnlausra málma, 38 gígavattstundir, og hjá fiskimjölsverksmiðjum, 24 gígavattstundir. Einnig felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku, 25 gígavattstundir. Aukin orkuþörf staðreynd Aukin orkuþörf samfélagsins á næstu árum sé staðreynd, enda hafi stjórnvöld sett fram metnaðarfull loftslagsmarkmið auk þess sem fyrirsjáanleg fólksfjölgun og eðlilegur vöxtur atvinnulífsins kalli á meira framboð raforku á næstu árum og áratugum. Samkvæmt greiningu Landsvirkjunar nemi aukin orkuþörf samfélagsins til ársins 2035 um 6.500 gígavattstundum. „Til að mæta þessari auknu eftirspurn er nauðsynlegt að efla orkuvinnslu í landinu, en einnig er mikilvægt að draga úr orkusóun og nýta þannig endurnýjanlegar orkuauðlindir þjóðarinnar á enn ábyrgari hátt.“ Sú greining sem nú hafi verið gerð miði að því að kortleggja og meta stærð lausna og aðgerða sem eru tæknilega og fjárhagslega framkvæmanlegar, en þó ekki endilega fjárhagslega eftirsóknarverðar miðað við núverandi verðlag og regluverk. Markmið verkefnisins hafi verið að varpa ljósi á umfangi tækifæra á Íslandi til bættrar orkunýtni og raforkusparnaðar og að auka vitund um og skilning á orkunýtni. Notast hafi verið við gögn frá Orkustofnun, gögn um orkunotkun í Evrópu og upplýsingar frá hagaðilum og notendum raforku. Í ljós hafi komið að verulega skorti á gögn um orkunýtni á Íslandi, sem takmarkaði dýpt greiningarinnar og þeirra aðgerða sem hægt var að leggja til. „Meðal annars eru litlar opinberar upplýsingar um orkunotkun á framleiðslueiningu innan og milli ólíkra atvinnugreina hér á landi. Þessu var meðal annars mætt með því að kalla eftir upplýsingum beint frá ýmsum hagaðilum og eiga samtal við ólíka geira um möguleika þeirra til bættrar orkunýtni.“
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira