Leiðir skilja hjá Þórdísi Elvu og Víði Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:42 Þórdís Elva Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona, fer einhleyp inn í jólavertíðina. Nýlega skildu leiðir hennar og eiginmanns hennar, Víðis Guðmundssonar leikara. Víðir greinir frá sambandsslitunum á Facebook. Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. „Að eignast fyrirbura, auk tvíbura, eykur líkurnar á skilnaði um heil 43%. Bætið við það heimsfaraldri, kulnun, að búa ein í landi langt í burtu frá vinum og fjölskyldu sem geta hjálpað, með aukinni streitu vegna tveggja dauðsfalla í fjölskyldunni - og jafnvel sterkustu samböndin hrynja,“ segir í færslunni. Hjónin leituðu til hjónabandsráðgjafa sem hafði litla trú á sambandinu. Hann sagði það eina sem þau ættu eftir að gera væri að ákveða hvernig þau myndu segja börnunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) Þeim tókst með mikilli vinnu að koma sambandinu aftur í góðan farveg. Þá þakkaði Þórdís Elva Víði fyrir að ganga í gegnum eldinn með sér, eld sem hefði orðið að ösku sem þau gátu risið saman úr. Tveimur árum síðar er loginn sloknaður. Þórdís Elva og Víðir eiga saman þrjú börn, unglingsdreng og tvíbura. Fyrir á Víðir tvær dætur. Þau Þórdís og Víðir hafa meðal annars sett fjölskyldubílinn á sölu á þessum tímamótum, á sannkallaðri brunaútsölu eins og Þórdís kemst að orði. Þórdís Elva hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri og leyft fylgjendum sínum á Instagram, sem telja um átján þúsund, að fylgjast með fjölskyldulífi sínu. Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Þórdís talaði opinberlega um að hjónaband þeirra stæði á brauðfótum fyrir um tveimur árum. Í lok desember 2021 skrifaði Þórdís pistil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að hjónaband hennar og Víðis væri fyrir bí í kjölfar álags og kulnunar, svo fátt eitt væri nefnt. „Að eignast fyrirbura, auk tvíbura, eykur líkurnar á skilnaði um heil 43%. Bætið við það heimsfaraldri, kulnun, að búa ein í landi langt í burtu frá vinum og fjölskyldu sem geta hjálpað, með aukinni streitu vegna tveggja dauðsfalla í fjölskyldunni - og jafnvel sterkustu samböndin hrynja,“ segir í færslunni. Hjónin leituðu til hjónabandsráðgjafa sem hafði litla trú á sambandinu. Hann sagði það eina sem þau ættu eftir að gera væri að ákveða hvernig þau myndu segja börnunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) Þeim tókst með mikilli vinnu að koma sambandinu aftur í góðan farveg. Þá þakkaði Þórdís Elva Víði fyrir að ganga í gegnum eldinn með sér, eld sem hefði orðið að ösku sem þau gátu risið saman úr. Tveimur árum síðar er loginn sloknaður. Þórdís Elva og Víðir eiga saman þrjú börn, unglingsdreng og tvíbura. Fyrir á Víðir tvær dætur. Þau Þórdís og Víðir hafa meðal annars sett fjölskyldubílinn á sölu á þessum tímamótum, á sannkallaðri brunaútsölu eins og Þórdís kemst að orði. Þórdís Elva hefur verið afar virk á samfélagsmiðlum undanfarin misseri og leyft fylgjendum sínum á Instagram, sem telja um átján þúsund, að fylgjast með fjölskyldulífi sínu.
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35