Hélt að það væri verið að gera at í sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:01 Eftir langan og farsælan feril sneri Sólveig Lára Kjærnested sér að þjálfun í fyrra. Það var þó langt því frá sjálfsagt skref að taka. vísir/hulda margrét Nýliðar ÍR hafa komið flestum á óvart það sem af er tímabili í Olís-deild kvenna. Þjálfari liðsins segir gengið framar vonum en ÍR-ingar hafi haft nokkuð stóra drauma fyrir tímabilið. Hún bjóst alls ekki við því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lauk. Eftir tíu umferðir er ÍR í 5. sæti Olís-deildar kvenna með tíu stig, jafn mörg og deildar- og bikarmeistarar síðasta tímabils, ÍBV. ÍR-ingar eru aðeins tveimur stigum frá 3. sæti deildarinnar en sex stigum frá 7. sætinu en liðið í því fer í umspil um að halda sér uppi. „Við erum mjög sáttar. Það er erfitt að segja annað,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í gær. „Okkar fyrsta markmið var að halda okkur uppi og draumamarkmiðið var þetta 5.-6. sæti. Við höfum ekkert farið leynt með það. Það væri algjör draumur að komast í úrslitakeppnina og sleppa við umspilið.“ En hver er lykilinn að góðu gengi ÍR-inga í vetur? „Hópurinn verð ég að segja. Margar hafa spilað vel og hópurinn sýnt karakter. Síðast áttum við erfiðan leik fyrir norðan þar sem við spiluðum illa og vorum í erfiðleikum en þá sýndum við karakter, þrautseigju og baráttu. Það skilaði þeim sigri og hefur skilað fleiri sigrum í vetur. Ég held að það sé stærsti þátturinn,“ sagði Sólveig og vísaði til sigursins á KA/Þór, 19-22, í KA-heimilinu fyrir viku. ÍR-ingar unnu síðasta leikinn sinn fyrir HM-hléið.vísir/hulda margrét Íslenska landsliðið er á leið á HM í handbolta og þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur í Olís-deildinni fyrr en 6. janúar á næsta ári. Mikill óvissuþáttur „Það er erfitt að segja hvaða áhrif þetta hefur. Þetta er ekkert smá langt hlé. Auðvitað ætla allir að nýta pásuna rosa vel, æfa rosa vel og mæta tvíefldir til leiks. Við höfum ekkert brjálaða reynslu af því að fara í gegnum svona pásu en vonandi náum við að halda vel á spöðunum,“ sagði Sólveig en fyrsti leikur ÍR eftir hléið er gegn Íslandsmeisturum Vals. „Við nýtum þessar vikur eins vel og við getum og svo sjáum við hvort við náum ekki halda dampi þegar við byrjum aftur.“ Eitthvað sem öllum ÍR-ingum þykir vænt um Sólveig er uppalin í ÍR eins og svo margar frambærilegar handboltakonur. Má þar meðal annars nefna Skúladætur, Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Kvennalið ÍR hefur samt ekki náð miklum hæðum og önnur lið hafa frekar notið góðs af góðum leikmönnum sem hafa komið úr Breiðholtinu. En nú hefur orðið breyting á. „Í gegnum tíðina hafa komið flottir leikmenn úr félaginu en meistaraflokkurinn hefur ekki verið sterkur í langan tíma. Ég held að öllum ÍR-ingum þyki vænt um að við séum með skemmtilegt og flott kvennalið. Ég held að það sé gaman að horfa á þessar stelpur. Það eru margar uppaldar í liðinu sem gerir allt í kringum þetta mun skemmtilegra,“ sagði Sólveig. ÍR-ingar unnu sér sæti í Olís-deildinni eftir dramatísk einvígi gegn Selfyssingum í vor.vísir/hulda margrét „Félagið ÍR er líka þannig. Þeir sem eru ÍR-ingar eru miklir ÍR-ingar og brenna fyrir félagið. Þegar vel gengur er enn skemmtilegra að stór hluti hópsins hafi komið upp úr yngri flokka starfinu.“ Þurfti tíma til að sannfærast Sólveig lagði skóna á hilluna 2021. Aðspurð hvort hún hafi verið ákveðin í að fara út í þjálfun þá svaraði hún því neitandi. „Alls ekki. Þeir hringdu strax í mig ári áður en ég tók við og ég hélt að þeir væru að gera grín í mér. Það tók mig ár að hugsa að þetta væri möguleiki,“ sagði Sólveig. „Það kom rosa þrýstingur frá þeim. Að fá konu og ekki verra að fá einhvern uppalinn. Það þurfti að sannfæra mig um að þetta væri eitthvað sem ég gæti og vildi gera. En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta. Burtséð frá árangrinum sem við höfum náð hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt og ég kynnst ótrúlega mikið af flottu fólki í kringum þetta,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Sjá meira
Eftir tíu umferðir er ÍR í 5. sæti Olís-deildar kvenna með tíu stig, jafn mörg og deildar- og bikarmeistarar síðasta tímabils, ÍBV. ÍR-ingar eru aðeins tveimur stigum frá 3. sæti deildarinnar en sex stigum frá 7. sætinu en liðið í því fer í umspil um að halda sér uppi. „Við erum mjög sáttar. Það er erfitt að segja annað,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi í gær. „Okkar fyrsta markmið var að halda okkur uppi og draumamarkmiðið var þetta 5.-6. sæti. Við höfum ekkert farið leynt með það. Það væri algjör draumur að komast í úrslitakeppnina og sleppa við umspilið.“ En hver er lykilinn að góðu gengi ÍR-inga í vetur? „Hópurinn verð ég að segja. Margar hafa spilað vel og hópurinn sýnt karakter. Síðast áttum við erfiðan leik fyrir norðan þar sem við spiluðum illa og vorum í erfiðleikum en þá sýndum við karakter, þrautseigju og baráttu. Það skilaði þeim sigri og hefur skilað fleiri sigrum í vetur. Ég held að það sé stærsti þátturinn,“ sagði Sólveig og vísaði til sigursins á KA/Þór, 19-22, í KA-heimilinu fyrir viku. ÍR-ingar unnu síðasta leikinn sinn fyrir HM-hléið.vísir/hulda margrét Íslenska landsliðið er á leið á HM í handbolta og þráðurinn verður ekki tekinn upp aftur í Olís-deildinni fyrr en 6. janúar á næsta ári. Mikill óvissuþáttur „Það er erfitt að segja hvaða áhrif þetta hefur. Þetta er ekkert smá langt hlé. Auðvitað ætla allir að nýta pásuna rosa vel, æfa rosa vel og mæta tvíefldir til leiks. Við höfum ekkert brjálaða reynslu af því að fara í gegnum svona pásu en vonandi náum við að halda vel á spöðunum,“ sagði Sólveig en fyrsti leikur ÍR eftir hléið er gegn Íslandsmeisturum Vals. „Við nýtum þessar vikur eins vel og við getum og svo sjáum við hvort við náum ekki halda dampi þegar við byrjum aftur.“ Eitthvað sem öllum ÍR-ingum þykir vænt um Sólveig er uppalin í ÍR eins og svo margar frambærilegar handboltakonur. Má þar meðal annars nefna Skúladætur, Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Kvennalið ÍR hefur samt ekki náð miklum hæðum og önnur lið hafa frekar notið góðs af góðum leikmönnum sem hafa komið úr Breiðholtinu. En nú hefur orðið breyting á. „Í gegnum tíðina hafa komið flottir leikmenn úr félaginu en meistaraflokkurinn hefur ekki verið sterkur í langan tíma. Ég held að öllum ÍR-ingum þyki vænt um að við séum með skemmtilegt og flott kvennalið. Ég held að það sé gaman að horfa á þessar stelpur. Það eru margar uppaldar í liðinu sem gerir allt í kringum þetta mun skemmtilegra,“ sagði Sólveig. ÍR-ingar unnu sér sæti í Olís-deildinni eftir dramatísk einvígi gegn Selfyssingum í vor.vísir/hulda margrét „Félagið ÍR er líka þannig. Þeir sem eru ÍR-ingar eru miklir ÍR-ingar og brenna fyrir félagið. Þegar vel gengur er enn skemmtilegra að stór hluti hópsins hafi komið upp úr yngri flokka starfinu.“ Þurfti tíma til að sannfærast Sólveig lagði skóna á hilluna 2021. Aðspurð hvort hún hafi verið ákveðin í að fara út í þjálfun þá svaraði hún því neitandi. „Alls ekki. Þeir hringdu strax í mig ári áður en ég tók við og ég hélt að þeir væru að gera grín í mér. Það tók mig ár að hugsa að þetta væri möguleiki,“ sagði Sólveig. „Það kom rosa þrýstingur frá þeim. Að fá konu og ekki verra að fá einhvern uppalinn. Það þurfti að sannfæra mig um að þetta væri eitthvað sem ég gæti og vildi gera. En ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta. Burtséð frá árangrinum sem við höfum náð hefur þetta verið ótrúlega skemmtilegt og ég kynnst ótrúlega mikið af flottu fólki í kringum þetta,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna ÍR Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Sjá meira