Í fyrra líkti þingmaðurinn Isaac Adongo efnahagsstefnu varaforseta Gana, Mahamudu Bawumia, við frammistöðu Maguires inni á vellinum.
Adongo virðist hafa fengið smá samviskubit yfir orðum sínum því hann bað Maguire afsökunar í ræðu á ganverska þinginu. Adongo sagði meðal annars að Maguire væri lykilmaður hjá United.
Ghanaian MP Isaac Adongo has apologised to Harry Maguire after using the defender to mock a political rival last year... pic.twitter.com/psopJ5lnOY
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 23, 2023
Maguire fékk veður af afsökunarbeiðninni og skrifaði færslu á Twitter þar sem hann sagðist samþykkja hana. Hann sagðist jafnframt vonast til að sjá Adongo á Old Trafford innan tíðar.
MP Issac Adongo apology accepted . See you at Old Trafford soon
— Harry Maguire (@HarryMaguire93) November 22, 2023
Adongo hélt samt áfram að gagnrýna Bawumia og sagði að hann væri núna staddur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum með söfnunarbauk í hendi.
Eftir að hafa misst fyrirliðabandið og ekki verið í byrjunarliði United í upphafi tímabilsins hefur Maguire sótt í sig veðrið að undanförnu. Hann hefur spilað ellefu leiki fyrir United í öllum keppnum í vetur og skorað eitt mark.
Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.