Styttan af séra Friðriki tekin niður Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 13:44 Styttan af séra Friðriki Friðrikssyni stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Mikið hefur verið fjallað um styttuna af séra Friðrik, sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs, eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Fririk hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í tillögu borgarstjóra kom fram að leitað hafi verið umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Ítrekað hefur laki eða öðru verið komið fyrir á styttunni eftir að málið kom upp.JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Samstaða í borgarráði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við fréttastofu að samstaða hafi verið í borgarráði um málið og allir borgarfulltrúar greitt atkvæði með tillögu borgarstjóra. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að vinna málið í samstarfi og sátt við KFUM og KFUK, auk Listasafns Reykjavíkur. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að finna lausn á svo flóknu og erfiðu mál í sátt. Umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verður svo falið að finna út úr því hvað gæti komið í stað styttunnar þegar fram líða stundir. Starfsmenn sviðsins munu sömuleiðis halda utan um framkvæmdina að taka styttuna niður. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK, að tilstuðlan gamalla nemenda séra Friðriks. Samið var við yfirvöld, ríki og borg, um staðsetningu og var einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, Sigurjón Ólafsson, fenginn til verksins. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fyrst fram tillögu um að fjarlægja styttuna á fundi borgarráðs 2. nóvember síðastliðinn. Var sú tillaga einnig samþykkt í borgarráði. Merking verksins breyst Í umsögn Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars að minnismerkið um séra Friðrik sé ein áhugaverðasta standmynd Sigurjóns. Í áranna rás hafi margir farið lofsamlegum orðum um listaverkið en að í ljósi nýrra upplýsinga og umræðu hafi merking verksins breyst. „Upplifun einstaklinga af listaverkum er mótuð af þeim tíma sem menn lifa og reynsluheimi hvers og eins,“ segir í umsögninni. „Þannig getur listaverk sem eitt sinn var minnisvarði og upphafning orðið að áminningu um það sem miður fer í samfélaginu. Fátt bendir til þess að þeir sem líta minningu séra Friðriks jákvæðum augum kjósi að verkið verði að slíku minnismerki auk þess sem fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm,“ segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK.Reykjavíkurborg Allt hefur sinn tíma Í umsögn KFUM og KFUK segir meðal annars að allt hafi sinn tíma. „Þegar styttur senda önnur skilaboð út í samfélagið en þeim var upphaflega ætlað þá er eðlilegt að borgaryfirvöld skoði að gera breytingar,“ segir í umsögninni. „Hlutverk okkar er að valdefla börn og ungmenni og gefa þeim gott veganesti út í lífið. Á þeirri mikilvægu vegferð hefur stytta af stofnanda félagsins lítið vægi.“ Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Mikið hefur verið fjallað um styttuna af séra Friðrik, sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs, eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Fririk hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í tillögu borgarstjóra kom fram að leitað hafi verið umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Ítrekað hefur laki eða öðru verið komið fyrir á styttunni eftir að málið kom upp.JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Samstaða í borgarráði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við fréttastofu að samstaða hafi verið í borgarráði um málið og allir borgarfulltrúar greitt atkvæði með tillögu borgarstjóra. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að vinna málið í samstarfi og sátt við KFUM og KFUK, auk Listasafns Reykjavíkur. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að finna lausn á svo flóknu og erfiðu mál í sátt. Umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verður svo falið að finna út úr því hvað gæti komið í stað styttunnar þegar fram líða stundir. Starfsmenn sviðsins munu sömuleiðis halda utan um framkvæmdina að taka styttuna niður. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK, að tilstuðlan gamalla nemenda séra Friðriks. Samið var við yfirvöld, ríki og borg, um staðsetningu og var einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, Sigurjón Ólafsson, fenginn til verksins. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fyrst fram tillögu um að fjarlægja styttuna á fundi borgarráðs 2. nóvember síðastliðinn. Var sú tillaga einnig samþykkt í borgarráði. Merking verksins breyst Í umsögn Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars að minnismerkið um séra Friðrik sé ein áhugaverðasta standmynd Sigurjóns. Í áranna rás hafi margir farið lofsamlegum orðum um listaverkið en að í ljósi nýrra upplýsinga og umræðu hafi merking verksins breyst. „Upplifun einstaklinga af listaverkum er mótuð af þeim tíma sem menn lifa og reynsluheimi hvers og eins,“ segir í umsögninni. „Þannig getur listaverk sem eitt sinn var minnisvarði og upphafning orðið að áminningu um það sem miður fer í samfélaginu. Fátt bendir til þess að þeir sem líta minningu séra Friðriks jákvæðum augum kjósi að verkið verði að slíku minnismerki auk þess sem fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm,“ segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK.Reykjavíkurborg Allt hefur sinn tíma Í umsögn KFUM og KFUK segir meðal annars að allt hafi sinn tíma. „Þegar styttur senda önnur skilaboð út í samfélagið en þeim var upphaflega ætlað þá er eðlilegt að borgaryfirvöld skoði að gera breytingar,“ segir í umsögninni. „Hlutverk okkar er að valdefla börn og ungmenni og gefa þeim gott veganesti út í lífið. Á þeirri mikilvægu vegferð hefur stytta af stofnanda félagsins lítið vægi.“
Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01
Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06