Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 09:01 Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þolendur á landsbyggðinni búa misvel að úrræðum þegar þeir verða fyrir ofbeldi. Frí og þolendamiðuð þjónusta er mikilvæg og aðgengi einstaklinga að slíkri þjónustu er mjög ólík á milli landshluta. Aflið þjónustar nokkur sveitarfélög en það má segja að þjónusta Aflsins sé sterkust á Norðurlandi eystra þar sem aðal starfsstöð Aflsins er. Ástæða þess er ekki fjöldi ráðgjafa eða starfmanna heldur vegna samstarfsaðila samtakanna sem eru einungis staðsettir á Norðurlandi eystra. Þeir samstarfsaðilar eru Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið. Aflið sinnir ákveðnu hlutverki sem þessir samstarfsaðilar geta ekki sinnt og öfugt. Starfsemi þeirra og þjónusta eru gífurlega mikilvæg og samstarf á milli þessara samtaka er nauðsynlegt og gerir þeim kleift að veita einstaklingum betri þjónustu en ella. Við getum að sjálfsögðu alltaf haft samband við Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið fyrir einstaklinga sem búa fyrir utan okkar aðal starfsstöð en þjónustan sem þessi samtök geta veitt þeim er oft háð því að þeir séu á Akureyri. Konur alls staðar á landsbyggðinni geta leitað í Kvennaathvarfið á Akureyri, en hversu langt á kona að þurfa að ferðast til þess að komast í öryggi? Bjarmahlíð og Aflið geta tekið fjarviðtöl við einstaklinga hvar sem er á landinu, en eiga einstaklingar ekki rétt á að velja hvort þeir fái stað- eða fjarþjónustu? Búseta á ekki að hafa áhrif á hvernig þjónustu þú getur fengið, búseta á ekki að segja til um hversu lengi þú þarft að keyra til þess að hitta fagaðila eða komast í skjól frá ógn, búseta á ekki að ákvarða hvernig eða hvenær þú vinnur úr afleiðingum ofbeldis. Húsnæði Aflsins við Aðalstræti 14 á Akureyri. Aðsend Aflið hefur unnið að því að opna fleiri starfsstöðvar á landsbyggðinni og hefur það sýnt að þegar úrræðið stendur til boða, þá fjölgar einstaklingum sem nýta sér þjónustuna á því svæði. Sem gefur til kynna að nálægð við úrræði auki líkurnar á því að fólk leiti sér hjálpar. Úrræði á landsbyggðinni þurfa auknar fjárveitingar til þess að sinna allri landsbyggðinni jafn vel. Eins og staðan er í dag er frí þolendamiðuð þjónusta á landsbyggðinni ekki viðunandi. Aflið er með viðtalsþjónustu í fimm bæjarfélögum og í einu þeirra eru Kvennaathvarfið og Bjarmahlíð. Hvað eru aftur mörg bæjarfélög á landsbyggðinni? Höfundur er framkvæmdarstýra Aflsins. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar