Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:34 Oscar Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fangelsi. Honum verður sleppt á reynslulausn þann 5. janúar en þá verður hann búinn að sitja inn í tæp ellefu þar. AP/Themba Hadebe Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP
Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42
„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01
„Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30
Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18