FH tók á móti Bocholt í Kaplakrika en þetta var fyrri viðureign liðanna en seinni leikurinn fer fram næstu helgi í Belgíu.
FH var með yfirhöndina allan leikinn og voru gestirnir frá Belgíu ekki mikil fyrirstaða. Staðan í hálfleik var 17-12.
FH-ingar fóru upp um gír í seinni hálfleiknum og var leið ekki á löngu þar til það var ljóst að sigurinn væri tryggður. Lokatölur í Kaplakrika 35-26 en markahæstur hjá FH var Einar Bragi Aðalsteinsson með ellefu mörk en á eftir honum var Jóhannes Berg Andrason með sjö mörk og síðan kom Jakob Martin Ásgeirsson með sex.
Valur mætti úkraínska liðinu Motor í Slóvakíu dag en sú viðureign var töluvert meira spennandi heldur en hin. Valur var undir í hálfeik 17-16 en náði að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum. Lokatölur 31-35 en seinni leikur liðanna fer fram næstu helgi hér á landi. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur hjá Val með ellefu mörk en næstur á eftir honum var Viktor Sigurðsson með sex mörk.