Postecoglou var gagnrýndur harkalega fyrir það að breyta ekki leikstíl sínum fyrr í mánuðinum þegar lið hans var tveimur færri gegn Chelsea á heimavelli en Postecoglou segist einfaldlega ekki kunna neitt annað.
„Já ég veit að við erum í vondri stöðu hvað varðar meiðsli. Við erum án margra lykilleikmanna en við munum mæta í alla þessa leiki nákvæmlega eins. Sama hvort það sé Aston Villa, Manchester City eða hvaða lið sem er, við munum spila eins og við viljum spila,“ byrjaði Postecoglou að segja.
„Ég kann ekki að spila fótbolta á annan hátt. Ég hef reynt að útskýra þetta fyrir fólki að þegar kemur að trúarbrögðum knattspyrnunnar þá trúi ég aðeins á sóknarbolta. Ég hef farið í gegnum allar bækur um fótbolta og þær bækur sem ég les aftur og aftur eru um sóknarbolta,“ endaði Ange Postecoglou að segja.