Smíða eftirlíkingu af skipi sem lagði grunninn að Íslandsbyggð Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2023 11:41 Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður segir mikilvægt að smíða eftirlíkingu að Knörr. Skip af þeirri gerð hafi lagt grunninn að byggð á Íslandi. aðsend Næsta sumar verður hafin smíði á eftirlíkingu af rúmlega þúsund ára Knerri sem fannst í ágætu ástandi í Schleswig-Holstein í Þýskalandi. Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður segir þessa skipagerð grundvöllinn að Íslandsbyggð sem hafi flutt hingað allt frá fólki og búfénaði til fyrstu kirkju landsins. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson. Þýskaland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri og skipasmiður er enginn nýgræðingur íbyggingu víkingaskipa. Hann smíðaði skipið Íslending skömmu fyrir síðustu aldamót og sigldi því ásamt áhöfn frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands, meginlands Kanada og Bandaríkjanna árið 2000 til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku þúsund árum áður. Hann hefur nú ásamt Ragnari Thorseth, norskum félaga sínum, hafið undirbúning að smíði á Knörr, sem hann segir allt annars konar skip. Knörrinn væri flutningaskip víkinganna og grundvöllurinn að byggð á Íslandi. „þetta er skip sem mest var notað til Íslands og Grænlands. Sem Bjarni Herjólfsson notaði og síðar Leifur Eiríksson til að fara til Ameríku á því. Þetta er nákvæmlega það skip. Þetta er skipið sem útbreiddi kristna trú um norður Atlantshaf og þetta er skipið sem bar fyrstu kirkjuna til Íslands frá Noregi,“ segir Gunnar Marel. Gunnar Marel ásamt fyrrverandi áhafnarmeðlum hans á Íslendingi og aðstandendum um borð í Íslendingu í Víkingaheimum.aðsend Knörrinn hafi því lagt grundvöll að byggð og menningu á Íslandi og víðar. Skipið sem fannst í Hedyby íSchleswig-Holstein árið 1980 hafi verið byggt á bilinu 1006 til 1026. Það hafi nú þegar verið mælt upp og mikilvægt að smíða eftirlíkingu af því fyrir sögu Íslendinga og Norðmanna. „Jómfrúarferðin verður hingað til Íslands og til Grænlands og fljótlega til baka aftur. Síðan vítt og breitt um þetta svæði sem þeir voru mest á og kynna söguna,“ segir skipasmiðurinn og skipstjórinn. Víkingaskipið Íslendingur er nú varðveitt á safninu Víkingaheimar í Reykjanesbæ.Víkingaheimar Byrjað væri að safna efni í skipið en sjálf smíðin hæfist ekki fyrr en seinnipart næsta sumars. Áætlaður kostnaður viðbyggingu skipsins með öllum nútíma öryggisbúnaði væri um 20 milljónir norskra króna, eða um 260 milljónir íslenskra króna. „Þetta er stórmerkilegt fyrir ekki síst Íslendinga. Líka fyrir Grænland og norður Ameríku. Þetta er skipið sem var notað til að fara á til Ameríku í upphafi, til Vínlands, árið 1000,“ segir Gunnar Marel Eggertsson.
Þýskaland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Sjá meira