Thelma best allra í Norður-Evrópu á tvíslá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 16:01 Thelma Aðalsteinsdóttir með gullverðlaun sín á verðlaunapallinum. @icelandic_gymnastics Thelma Aðalsteinsdóttir varð um helgina krýnd Norður-Evrópumeistari á tvíslá á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig. Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig.
Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira