„Góðir dagar í Kaupmannahöfn með mikilli aðventu-hygge, glöggi og góðum mat,“ segir í færslu parsins á Instagram þar sem sjá má myndir úr ferð þeirra til Danmerkur.
Guðrún hefur verið í fararbroddi hjá Íslandsdeild Empower Nepali Girls en hún hefur sótt Nepal nokkrum sinnum heim. Hún er mikil útivistarkona og fór síðast í ævintýraferð með Fjallafélaginu til Dólómítana á Ítalíu. Ólafur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og Morgunblaðsins.
Ólafur á þrjú börn úr fyrra sambandi og Guðrún Ragna einn son.