„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 23:24 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40