„Ákveðinn hópur sem ég leitaði til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 23:24 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. „Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
„Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skyndiákvörðun, ég velti þessu fyrir mér í nokkrar vikur þegar það fréttist að Vanda Sigurgeirsdóttir myndi mögulega ekki halda áfram sem formaður. Í kjölfarið á þeirri ákvörðun settu sig margir í samband við mig og skoruðu á mig að bjóða mig fram. Ég lagðist yfir þetta og eftir samráð við fjölskyldu og vini lét ég slag standa,“ segir Guðni í viðtali við Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni sem heimstótti Guðna. „Fótboltinn er auðvtiað aldrei langt undan í manns lífi,“ bætir Guðni við. Hann segist hafa leitað til nokkurra innan hreyfingarinnar áður en hann tók ákvörðun um framboð. Kosið verður um næsta formann KSÍ á ársþingi sambandsins á Ísafirði í febrúar 2024. Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður tilkynnti það í upphafi nóvembermánaðar að hún myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Ýmislegt breyst „Það var ákveðinn hópur sem ég leitaði til þar sem ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þetta að mér. Þó maður hafi verið frá fótboltanum í formlegum störfum í einhvern tíma, þá er ég ásamt góðum félögum með Knattspyrnuakademíu Íslands og tengist auðvitað mörgum fótboltamanninum og mínum gömlu félögum í Val, Bolton og Tottenham erlendis. Þá hef ég verið í þróunarverkefnum erlendis sem tengjast fótboltanum“ segir Guðni. Hann tekur undir það að ýmislegt hafi breyst á síðustu árum og frá því að hann var í atvinnumennsku sjálfur. Guðni fer fögrum orðum um knattspyrnuhreyfinguna hérlendis. „Yngri flokka starfið er nánast hvergi annars staðar eins gott og hér. Við erum að reka grasrótarstarf samhliða afreksstarfinu. Ég held að það sé vel á þessu starfi haldið, og miðað við höfðatölu erum við að skila af okkur hreint ótrúlega góðu knattspyrnufólki.“ Kominn tími á að endurnýja Um meistaraflokksknattspyrnu segir Guðni: „Deildarkeppnin er gríðarlega viðamikil, mikið um sjónvarp, mikil hlaðvarpsumræða. Það er mikil gróska og það koma breytingar sem flestar eru jákvæðar. Það er okkar verkefni að byggja félögunum aðstöðu við hæfi, og núna landsliðinu og félagsliðum varðandi okkar þjóðarleikvang, sem kominn er tími á að endurnýja. Þó fyrr hefði verið.“ Ársþingið verður haldið í lok febrúar eins og áður segir. „Ég er fullur af orku, krafti og bjartsýni. Ég er tilbúinn að halda áfram því starfi sem ég var í á sínum tíma, og gekk að ég held bara mjög vel með frábæru fólki í hreyfingunni.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Guðni býður sig fram til formanns KSÍ Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. 22. nóvember 2023 15:40