Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 08:31 Kim bauð geimvísindamönnum lands síns í veislu eftir að gervitunglinu hafði verið skotið á loft. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Enginn utanaðkomandi aðili hefur staðfest tilvist þessara ljósmynda og sérfræðingar telja, samkvæmt frétt Guardian, að of snemmt sé að segja til um hvort Malligyong-1 njósnagervitunglið virki sem skyldi. Vika er síðan gervitunglinu var skotið á loft. Eftir að honum var skotið upp bauð Kim vísindamönnum og starfsmönnum geimstofnunar landsins í mikla veislu til að fagna áfanganum. Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitunglið, sem skotið var upp í síðustu viku, hafi náð ljósmyndum af Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/KCNA Ríkisútvarp Norður-Kóreu fullyrðir það í fréttum í morgun að Kim hafi skoðað myndir, sem teknar voru í gærkvöldi, af forsetahöllinni og varnarmálaráðuneytinu. Þá fullyrðir fréttastofan að tunglið hafi náð ljósmyndum af flotastöð bandaríska sjóhersins og flugstöð flughersins í Virginíu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa frá því að tunglið var skotið upp í síðustu viku keppst við að flytja fréttir af góðum niðurstöðum verkefnisins. Verkefnið hefur verði harðlega gagnrýnt af yfirvöldum í Washington og spennan hefur magnast á landamærunum við Suður-Kóreu. Það er ekki síst vegna þess að yfirvöld í norðri fullyrða að myndir hafi náðst af herstöðvum Suður-Kóreu og herstöð Bandaríkjanna á Kyrrahafseyjunum Guam og Hawaii. Engar þessara mynda hafa verið birtar. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Geimurinn Tengdar fréttir Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Enginn utanaðkomandi aðili hefur staðfest tilvist þessara ljósmynda og sérfræðingar telja, samkvæmt frétt Guardian, að of snemmt sé að segja til um hvort Malligyong-1 njósnagervitunglið virki sem skyldi. Vika er síðan gervitunglinu var skotið á loft. Eftir að honum var skotið upp bauð Kim vísindamönnum og starfsmönnum geimstofnunar landsins í mikla veislu til að fagna áfanganum. Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitunglið, sem skotið var upp í síðustu viku, hafi náð ljósmyndum af Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/KCNA Ríkisútvarp Norður-Kóreu fullyrðir það í fréttum í morgun að Kim hafi skoðað myndir, sem teknar voru í gærkvöldi, af forsetahöllinni og varnarmálaráðuneytinu. Þá fullyrðir fréttastofan að tunglið hafi náð ljósmyndum af flotastöð bandaríska sjóhersins og flugstöð flughersins í Virginíu. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa frá því að tunglið var skotið upp í síðustu viku keppst við að flytja fréttir af góðum niðurstöðum verkefnisins. Verkefnið hefur verði harðlega gagnrýnt af yfirvöldum í Washington og spennan hefur magnast á landamærunum við Suður-Kóreu. Það er ekki síst vegna þess að yfirvöld í norðri fullyrða að myndir hafi náðst af herstöðvum Suður-Kóreu og herstöð Bandaríkjanna á Kyrrahafseyjunum Guam og Hawaii. Engar þessara mynda hafa verið birtar.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Hernaður Geimurinn Tengdar fréttir Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58