Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka Getty Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. „Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira