Cech spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í íshokkí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2023 15:30 Petr Cech byrjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. getty/Action Foto Sport Petr Cech, fyrrverandi markvörður Chelsea og Arsenal í fótbolta, þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí um helgina. Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið. Íshokkí Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira
Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið.
Íshokkí Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Sjá meira