Pavel: Ég var hættur að fara út í búð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:01 Jacob Dalton Calloway lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur Valsmanna vorið 2022. Vísir/Bára Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hefur loksins fengið liðstyrk í Subway deild karla í körfubolta en Stólarnir létu ekki bara erlendan leikmann fara fyrir mánuði heldur hafa mikil meiðsli herjað á leikmannahópinn. Tindastólsliðið vantaði tilfinnanlega liðstyrk og það var pressa á þjálfaranum að finna nýjan erlendan leikmann. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það þurfti að gera eitthvað til að friða fólkið. Ég var hættur að fara út í búð,“ sagði Pavel Ermolinskij í léttum tón í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Pavel fann leikmann sem hann þekkir vel en Jacob Dalton Calloway varð Íslandsmeistari með Pavel hjá Val fyrir tveimur árum. Þá var Pavel liðsfélagi Calloway en nú verður hann þjálfari hans. Búnir að vera rólegir „Við vorum að leita að leikmanni og vorum búnir að vera mjög rólegir í þessu. Þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í núna, með meiðsli og slíkt, þá vorum við að hugsa til framtíðar. Vildum leikmann sem myndi nýtast okkur yfir tímabilið,“ sagði Pavel. „Það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel þegar Jacob setti sig í samband við mig. Ég svaraði honum um hæl, fimm mínútum seinna, að það væri klárt. Það var aldrei neinn vafi því þegar rétti maðurinn birtist þá bara veistu það. Það var ákveðin léttir og mikil gleði sem fylgdi því,“ sagði Pavel en af hverju var Calloway laus? Jacob Calloway og Pavel Ermolinskij þegar þeir léku saman hjá Val.Vísir/Bára Lét Pavel vita af sér „Hann var að spila í Kósóvó og líkaði ekki alveg nógu vel þar. Hann var að fara að losa sig undan samningi og hafði samband við mig til að láta mig vita af því. Við afgreiddum þetta bara mjög fljótt,“ sagði Pavel. Pavel segir komu hans ekki vera til þess að leysa meiðslavandræði liðsins í dag heldur er hann að horfa til tímabilsins í heild sinni. „Þegar liðið er með alla um borð þá passar hann mjög vel inn í það. Hann var þessi viðbót sem við vorum að leita að. Við erum með lið sem þarf ekkert mikið umrót. Mér líður mjög vel með það sem við höfum þegar allir eru með,“ sagði Pavel. Var í svipuðum aðstæðum hjá Val „Við vorum að leita að einhverjum sem myndi mjaka sér hægt og rólega inn og bæta einhverju við liðið. Ég hef fyrri reynslu af því með Jacob þegar hann kom inn í Val í svipuðum aðstæðum fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Pavel. Vísir/Bára Calloway varð Íslandsmeistari með Val vorið 2022 en þá var hann með 17,5 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. „Hann kom þá inn hratt og örugglega án þess að raska miklu til. Það var stór faktor í því sem við vorum að leita að á þessum tíma,“ sagði Pavel. Rosalega fjölhæfur strákur „Við erum ágætlega settir í bakvarðastöðunum og vorum að leita eftir smá stærð. Hann er langur þótt að hann sé ekki hefðbundinn stór leikmaður. Þetta er rosalega fjölhæfur strákur og það er hægt að púlsa honum inn í margar aðstæður sem gætu myndast hérna,“ sagði Pavel. Calloway lék síðast á Króknum með Val í leik fjögur í úrslitaeinvíginu 2022 og skoraði þá 27 stig og fimm þriggja stiga körfur. „Hann er frábær skotmaður og góður í að klára í kringum körfuna á sinn hátt. Hann er duglegur og það er annað sem við kunnum að meta hérna. Hann gerir hluti sem ekki allir taka eftir. Hann sækir sóknarfráköst, hann sækir varnafráköst og blokkar skot. Hann kemur iðulega með eitthvað jákvætt að borðinu þótt hann sé ekki endilega að hitta úr öllum skotunum sínum,“ sagði Pavel sáttur með nýja leikmanninn. Calloway spilar ekki næsta leik með Tindastól en ennþá er verið að ganga frá pappírsmálum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Tindastólsliðið vantaði tilfinnanlega liðstyrk og það var pressa á þjálfaranum að finna nýjan erlendan leikmann. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét „Það þurfti að gera eitthvað til að friða fólkið. Ég var hættur að fara út í búð,“ sagði Pavel Ermolinskij í léttum tón í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Pavel fann leikmann sem hann þekkir vel en Jacob Dalton Calloway varð Íslandsmeistari með Pavel hjá Val fyrir tveimur árum. Þá var Pavel liðsfélagi Calloway en nú verður hann þjálfari hans. Búnir að vera rólegir „Við vorum að leita að leikmanni og vorum búnir að vera mjög rólegir í þessu. Þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í núna, með meiðsli og slíkt, þá vorum við að hugsa til framtíðar. Vildum leikmann sem myndi nýtast okkur yfir tímabilið,“ sagði Pavel. „Það var ekkert að ganga neitt sérstaklega vel þegar Jacob setti sig í samband við mig. Ég svaraði honum um hæl, fimm mínútum seinna, að það væri klárt. Það var aldrei neinn vafi því þegar rétti maðurinn birtist þá bara veistu það. Það var ákveðin léttir og mikil gleði sem fylgdi því,“ sagði Pavel en af hverju var Calloway laus? Jacob Calloway og Pavel Ermolinskij þegar þeir léku saman hjá Val.Vísir/Bára Lét Pavel vita af sér „Hann var að spila í Kósóvó og líkaði ekki alveg nógu vel þar. Hann var að fara að losa sig undan samningi og hafði samband við mig til að láta mig vita af því. Við afgreiddum þetta bara mjög fljótt,“ sagði Pavel. Pavel segir komu hans ekki vera til þess að leysa meiðslavandræði liðsins í dag heldur er hann að horfa til tímabilsins í heild sinni. „Þegar liðið er með alla um borð þá passar hann mjög vel inn í það. Hann var þessi viðbót sem við vorum að leita að. Við erum með lið sem þarf ekkert mikið umrót. Mér líður mjög vel með það sem við höfum þegar allir eru með,“ sagði Pavel. Var í svipuðum aðstæðum hjá Val „Við vorum að leita að einhverjum sem myndi mjaka sér hægt og rólega inn og bæta einhverju við liðið. Ég hef fyrri reynslu af því með Jacob þegar hann kom inn í Val í svipuðum aðstæðum fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Pavel. Vísir/Bára Calloway varð Íslandsmeistari með Val vorið 2022 en þá var hann með 17,5 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. „Hann kom þá inn hratt og örugglega án þess að raska miklu til. Það var stór faktor í því sem við vorum að leita að á þessum tíma,“ sagði Pavel. Rosalega fjölhæfur strákur „Við erum ágætlega settir í bakvarðastöðunum og vorum að leita eftir smá stærð. Hann er langur þótt að hann sé ekki hefðbundinn stór leikmaður. Þetta er rosalega fjölhæfur strákur og það er hægt að púlsa honum inn í margar aðstæður sem gætu myndast hérna,“ sagði Pavel. Calloway lék síðast á Króknum með Val í leik fjögur í úrslitaeinvíginu 2022 og skoraði þá 27 stig og fimm þriggja stiga körfur. „Hann er frábær skotmaður og góður í að klára í kringum körfuna á sinn hátt. Hann er duglegur og það er annað sem við kunnum að meta hérna. Hann gerir hluti sem ekki allir taka eftir. Hann sækir sóknarfráköst, hann sækir varnafráköst og blokkar skot. Hann kemur iðulega með eitthvað jákvætt að borðinu þótt hann sé ekki endilega að hitta úr öllum skotunum sínum,“ sagði Pavel sáttur með nýja leikmanninn. Calloway spilar ekki næsta leik með Tindastól en ennþá er verið að ganga frá pappírsmálum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn