Henry Kissinger er látinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. nóvember 2023 06:49 Kissinger var afar umdeildur. AP/Richard Drew Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut. Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite
Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrif uppgjafahermanna á Rússland Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira