Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir og Jakob Bjarnar skrifa 30. nóvember 2023 10:09 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Sigurjón „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48