Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 11:48 Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“ Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Calloway, sem varð á sínum tíma Íslandsmeistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Íslandsmeistara Tindastól frá KB Peja. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, þekkir vel til leikmannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í samtali við Vísi sagði hann frá því hvernig Calloway hefði sett sig í samband við sig og sagðist Bandaríkjamaðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja. Þessar vendingar komu á fullkomnum tíma fyrir Tindastól sem var í leit að styrkingu í leikmannahóp sinn. Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfirlýsingu. Þar var greint frá því að Calloway hefði í skyndi yfirgefið félagið og farið frá Kósóvó án þess að ná samkomulagi um brotthvarf sitt. Í niðurlagi yfirlýsingar félagsins segist það ætla að leita réttar síns. Dagur Þór Baldvinsson er formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Calloway er mættur á Sauðárkrók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en forráðamenn félagsins eru rólegir yfir stöðu mála. „Umboðsmaður Calloway er að vinna í þessum málum. Félagið braut hans samning náttúrulega bara algjörlega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir aðspurður um stöðu mála varðandi leikmanninn. Þið eruð ekki hræddir um að félagsskiptin falli upp fyrir? „Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“ Hvenær bindið þið vonir við að Calloway geti hafið leik með liðinu? „Þetta tekur nú alltaf einhvern tíma. Venjulegt ferli í svona málum tekur yfirleitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“ Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli? „Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dómstól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira