Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 96-79 | Þórsarar unnu stórleikinn Andri Már Eggertsson skrifar 30. nóvember 2023 22:45 Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur. Vísir/Bára Dröfn Þór Þorlákshöfn lagði Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla í kvöld. Eftir sigur í síðasta leik virðast Íslandsmeistararnir aftur komnir í brekku. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Heimamenn mættu með blóð á tennurnar eftir að hafa fengið óvæntan skell í síðustu umferð. Þór gerði fyrstu fimm stigin og eftir þrjár mínútur neyddist Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að brenna leikhlé. Þá var staðan 7-2. Tindastóll hafði fyrir því að jafna leikinn 7-7 en síðan hrundi leikur Tindastóls og Þór gekk á lagið. Það gekk allt upp hjá heimamönnum og Emil Karel Einarsson var að finna sig vel og gerði átta stig. Þór var þrettán stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 29-16. Það dugði ekki Pavel að leysa vandamál Tindastóls milli leikhluta þar sem hann tók leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og þá höfðu gestirnir ekki gert körfu. Þór Þorlákshöfn hélt áfram að spila afar vel og komst 21 stigi yfir um miðjan annan leikhluta 48-27. Staðan í hálfleik var 52-34. Stigaskor Þórs dreifðist á átta leikmenn og Nigel Pruitt var stigahæstur með 11 stig. Það var baráttuandi í Tindastól í síðari hálfleik og gestirnir voru ekki á því að leggja árar í bát. Það kom áhlaup frá gestunum undir lok þriðja leikhluta. Varnarleikurinn datt í gang og Það gekk allt upp sóknarlega. Þór gerði aðeins eitt stig á tæplega fimm mínútum á meðan Tindastóll gerði 17 stig og staðan var 69-63 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Þór Þorlákshöfn lét áhlaup Tindastóls ekki slá sig út af laginu. Heimamenn gerðu átján stig gegn aðeins fimm stigum á tæplega sjö mínútna kafla og kláruðu leikinn. Niðurstaðan 17 stiga sigur Þórs Þorlákshafnar 96-79. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var snemma ljóst í hvað stefndi. Heimamenn spiluðu frábærlega í þrjá leikhluta og stóðu af sér öll áhlaup Tindastóls. Hverjir stóðu upp úr? Darwin Davis spilaði afar vel á báðum endum vallarins. Hann var stigahæstur ásamt Emil Karel Einarssyni með 18 stig. Emil var einnig öflugur og setti tóninn í fyrsta leikhluta þegar hann gerði átta stig á fyrstu átta mínútunum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Tindastóls var hreinasta hörmung. Leikmenn Tindastóls voru í tómum vandræðum með varnarleik Þórs sem varð til þess að gestirnir frá Sauðárkróki gerðu aðeins 29 stig á fyrstu átján mínútunum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Tindastóll og Höttur klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Þór Þorlákshöfn og Hamar. Menn voru ekki að drepa sig inn á vellinum Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir sautján stiga tap gegn Þór Þorlákshöfn. „Leikurinn í heild sinni situr í mér. Við áttum fínn kafla í stutta stund en það var gegn gangi leiksins. Vandamálið þá var að þeir fóru ekki of langt niður þar sem þeir voru einni körfu frá því að byrja líða vel aftur og það gerðist,“ sagði Pavel eftir leik. Pavel var afar svekktur með fyrri hálfleik Tindastóls þar sem hans menn voru í miklum vandræðum. „Þeim leið rosalega vel inn á vellinum. Það var skortur á einbeitingu hjá okkur sem er allt í lagi og það gerist stundum. Við höfum alltaf tekist að verja það með vinnusemi en það höfðum við ekki í kvöld. Þegar að Tindastóll hefur það ekki þá getur þetta endað svona.“ „Ég sá mjög fljótlega í hvað stefndi og stundum er þetta svona en þetta á samt ekki að vera hjá okkur. Þetta gerist ekki hjá Tindastól. Við getum klikkað á skotum og verið að klikka í vörninni en það er aukaatriði á meðan allir eru að drepa sig inn á vellinum og ég held að menn hafi talið sig vera að gera það í kvöld en menn vita betur.“ Tindastóll kom til baka og minnkaði forskot Þórs niður í sex stig fyrir fjórða leikhluta og Pavel var ánægður með varnarleikinn í þriðja leikhluta. „Við fórum að gera þetta eins óþægilegt og við gátum fyrir þá. En Þórsarar voru komnir á þægilegan stað fyrir þetta þannig að áhlaupið sló þá ekki út af laginu,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll
Þór Þorlákshöfn lagði Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla í kvöld. Eftir sigur í síðasta leik virðast Íslandsmeistararnir aftur komnir í brekku. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Heimamenn mættu með blóð á tennurnar eftir að hafa fengið óvæntan skell í síðustu umferð. Þór gerði fyrstu fimm stigin og eftir þrjár mínútur neyddist Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að brenna leikhlé. Þá var staðan 7-2. Tindastóll hafði fyrir því að jafna leikinn 7-7 en síðan hrundi leikur Tindastóls og Þór gekk á lagið. Það gekk allt upp hjá heimamönnum og Emil Karel Einarsson var að finna sig vel og gerði átta stig. Þór var þrettán stigum yfir eftir fyrsta fjórðung 29-16. Það dugði ekki Pavel að leysa vandamál Tindastóls milli leikhluta þar sem hann tók leikhlé þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og þá höfðu gestirnir ekki gert körfu. Þór Þorlákshöfn hélt áfram að spila afar vel og komst 21 stigi yfir um miðjan annan leikhluta 48-27. Staðan í hálfleik var 52-34. Stigaskor Þórs dreifðist á átta leikmenn og Nigel Pruitt var stigahæstur með 11 stig. Það var baráttuandi í Tindastól í síðari hálfleik og gestirnir voru ekki á því að leggja árar í bát. Það kom áhlaup frá gestunum undir lok þriðja leikhluta. Varnarleikurinn datt í gang og Það gekk allt upp sóknarlega. Þór gerði aðeins eitt stig á tæplega fimm mínútum á meðan Tindastóll gerði 17 stig og staðan var 69-63 þegar að haldið var í síðasta fjórðung. Þór Þorlákshöfn lét áhlaup Tindastóls ekki slá sig út af laginu. Heimamenn gerðu átján stig gegn aðeins fimm stigum á tæplega sjö mínútna kafla og kláruðu leikinn. Niðurstaðan 17 stiga sigur Þórs Þorlákshafnar 96-79. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og það var snemma ljóst í hvað stefndi. Heimamenn spiluðu frábærlega í þrjá leikhluta og stóðu af sér öll áhlaup Tindastóls. Hverjir stóðu upp úr? Darwin Davis spilaði afar vel á báðum endum vallarins. Hann var stigahæstur ásamt Emil Karel Einarssyni með 18 stig. Emil var einnig öflugur og setti tóninn í fyrsta leikhluta þegar hann gerði átta stig á fyrstu átta mínútunum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Tindastóls var hreinasta hörmung. Leikmenn Tindastóls voru í tómum vandræðum með varnarleik Þórs sem varð til þess að gestirnir frá Sauðárkróki gerðu aðeins 29 stig á fyrstu átján mínútunum. Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætast Tindastóll og Höttur klukkan 19:15. Á sama tíma mætast Þór Þorlákshöfn og Hamar. Menn voru ekki að drepa sig inn á vellinum Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var afar svekktur eftir sautján stiga tap gegn Þór Þorlákshöfn. „Leikurinn í heild sinni situr í mér. Við áttum fínn kafla í stutta stund en það var gegn gangi leiksins. Vandamálið þá var að þeir fóru ekki of langt niður þar sem þeir voru einni körfu frá því að byrja líða vel aftur og það gerðist,“ sagði Pavel eftir leik. Pavel var afar svekktur með fyrri hálfleik Tindastóls þar sem hans menn voru í miklum vandræðum. „Þeim leið rosalega vel inn á vellinum. Það var skortur á einbeitingu hjá okkur sem er allt í lagi og það gerist stundum. Við höfum alltaf tekist að verja það með vinnusemi en það höfðum við ekki í kvöld. Þegar að Tindastóll hefur það ekki þá getur þetta endað svona.“ „Ég sá mjög fljótlega í hvað stefndi og stundum er þetta svona en þetta á samt ekki að vera hjá okkur. Þetta gerist ekki hjá Tindastól. Við getum klikkað á skotum og verið að klikka í vörninni en það er aukaatriði á meðan allir eru að drepa sig inn á vellinum og ég held að menn hafi talið sig vera að gera það í kvöld en menn vita betur.“ Tindastóll kom til baka og minnkaði forskot Þórs niður í sex stig fyrir fjórða leikhluta og Pavel var ánægður með varnarleikinn í þriðja leikhluta. „Við fórum að gera þetta eins óþægilegt og við gátum fyrir þá. En Þórsarar voru komnir á þægilegan stað fyrir þetta þannig að áhlaupið sló þá ekki út af laginu,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti