„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 21:01 Kristinn Óli skaust upp á stjörnuhimininn með lagið BOBA ásamt Jóa Pé árið 2017. Móðurskipið Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira