Lét Hvergerðinga vita í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 15:42 Elliði Vignisson lét bæjaryfirvöld í Hveragerði vita af fyrirhuguðu rannsóknarleyfi vegna mögulegrar virkjunar í febrúar. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars. „Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira