Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 4. desember 2023 09:01 Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eygló Harðardóttir Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar