„Persónulegur smekkur fólks eitt af því okkur þykir vænt um að kynnast“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. desember 2023 11:30 Gallery Port opnar jólasýninguna sína á morgun. Árni Már Þ. Viðarsson, Natka Klimowicz og Skarphéðinn Bergþóruson segja sýninguna mikla uppskeruhátíð. Aðsend Gallery Port opnar sína áttundu jólasýningu á morgun, laugardaginn 2. desember. Sýningin heitir Jólagestir Gallery Port og yfir 60 listamenn taka þátt. Í fréttatilkynningu kemur fram að fjölmargir listamenn taki þátt að vanda sem vinna í alls kyns miðlum og eru á öllum aldri. Jólagestir Gallery Port opnar á morgun og stendur til 6. janúar.Facebook/Skjáskot „Þau eiga það öll sameiginlegt að vera vinir og velunnarar Portsins, hafa haldið þar sýningar eða unnið með Portinu á einhvern hátt. Það verða ný verk á boðstólunum, alls kyns prent og málverk eftir unga og efnilega listamenn, auk þess sem eldri og reyndari höfðingjar og drottningar leynast inn á milli. Aldursbilið er því breytt og sama má segja um listaverkin, sem spanna allt frá minni verkum yfir í stærri og veglegri.“ Ný andlit úr pólsku listasenunni „Í ár bætast í hópinn þónokkur ný andlit úr pólsku listasenunni á Íslandi, sem við erum spennt að sjá. Á jólasýningunum bætast svo alltaf við ný verk og nýtt listafólk í hópinn fram að jólum, svo segja má að sýningin skiptir reglulega um ham.“ Jólasýningin skiptir reglulega um ham en fjöldinn allur af listafólki sýnir saman.Gallery Port Árni Már, Natka og Skarphéðinn hjá Gallery Port segja jólasýningar gallerísins fastur liður í jólahefðum listaáhugafólks. „Jólagestir Gallery Port er næstum uppskeruhátíð, það er gaman að hitta listamennina, fara yfir árið og verkefni þess, bera saman bækur og skoða ný verk. Svo er það þakklátt og gefandi að hitta áhugafólkið sem hefur stutt okkur og finna hvað þeim þykir gaman að skoða svona fjölbreytta sýningu sem þessa. Hápunktur Jólagesta Gallery Ports er svo alltaf á sjálfa Þorláksmessu þegar hersingarnar mæta á síðustu stundu og gera góð kaup fyrir ástvini eða sig sjálf. Mjög algengt er að pör komi saman og velji sér annað hvort verk saman eða handa hvort öðru. Að velta fyrir sér fjölbreyttum listaverkunum með gestum, bæði vænlegum kaupendum og áhugafólki, er eitt það skemmtilegasta við svona stóra og margvíslega jólasýningu. Persónulegur smekkur fólks, næstum persónuleg listasaga gestanna, er eitt af því okkur þykir vænt um að kynnast.“ View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Leikvöllur ólíkra skoðanna Þau segja mikinn fjölda fólks sækja sýninguna á ári hverju og sömuleiðis gangandi vegfarendur sem geta virt sýninguna fyrir sér í gegnum gluggann á Laugavegi 32. „Myndlist er nokkuð sem allir hafa skoðun á. Jólagestir Gallery Port er leikvöllur þessara skoðana og alls áhugafólks um íslenska myndlist. Opnunin á laugardaginn stendur yfir milli 15-20 og eru léttar veigar í boði fyrir gesti. Sýningin stendur til 6. janúar.“ Myndlist Sýningar á Íslandi Jól Tengdar fréttir Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. 19. september 2023 10:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Í fréttatilkynningu kemur fram að fjölmargir listamenn taki þátt að vanda sem vinna í alls kyns miðlum og eru á öllum aldri. Jólagestir Gallery Port opnar á morgun og stendur til 6. janúar.Facebook/Skjáskot „Þau eiga það öll sameiginlegt að vera vinir og velunnarar Portsins, hafa haldið þar sýningar eða unnið með Portinu á einhvern hátt. Það verða ný verk á boðstólunum, alls kyns prent og málverk eftir unga og efnilega listamenn, auk þess sem eldri og reyndari höfðingjar og drottningar leynast inn á milli. Aldursbilið er því breytt og sama má segja um listaverkin, sem spanna allt frá minni verkum yfir í stærri og veglegri.“ Ný andlit úr pólsku listasenunni „Í ár bætast í hópinn þónokkur ný andlit úr pólsku listasenunni á Íslandi, sem við erum spennt að sjá. Á jólasýningunum bætast svo alltaf við ný verk og nýtt listafólk í hópinn fram að jólum, svo segja má að sýningin skiptir reglulega um ham.“ Jólasýningin skiptir reglulega um ham en fjöldinn allur af listafólki sýnir saman.Gallery Port Árni Már, Natka og Skarphéðinn hjá Gallery Port segja jólasýningar gallerísins fastur liður í jólahefðum listaáhugafólks. „Jólagestir Gallery Port er næstum uppskeruhátíð, það er gaman að hitta listamennina, fara yfir árið og verkefni þess, bera saman bækur og skoða ný verk. Svo er það þakklátt og gefandi að hitta áhugafólkið sem hefur stutt okkur og finna hvað þeim þykir gaman að skoða svona fjölbreytta sýningu sem þessa. Hápunktur Jólagesta Gallery Ports er svo alltaf á sjálfa Þorláksmessu þegar hersingarnar mæta á síðustu stundu og gera góð kaup fyrir ástvini eða sig sjálf. Mjög algengt er að pör komi saman og velji sér annað hvort verk saman eða handa hvort öðru. Að velta fyrir sér fjölbreyttum listaverkunum með gestum, bæði vænlegum kaupendum og áhugafólki, er eitt það skemmtilegasta við svona stóra og margvíslega jólasýningu. Persónulegur smekkur fólks, næstum persónuleg listasaga gestanna, er eitt af því okkur þykir vænt um að kynnast.“ View this post on Instagram A post shared by Gallery Port (@gallery_port) Leikvöllur ólíkra skoðanna Þau segja mikinn fjölda fólks sækja sýninguna á ári hverju og sömuleiðis gangandi vegfarendur sem geta virt sýninguna fyrir sér í gegnum gluggann á Laugavegi 32. „Myndlist er nokkuð sem allir hafa skoðun á. Jólagestir Gallery Port er leikvöllur þessara skoðana og alls áhugafólks um íslenska myndlist. Opnunin á laugardaginn stendur yfir milli 15-20 og eru léttar veigar í boði fyrir gesti. Sýningin stendur til 6. janúar.“
Myndlist Sýningar á Íslandi Jól Tengdar fréttir Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. 19. september 2023 10:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. 19. september 2023 10:01
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01