„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 10:42 Njörður Sigurðsson segir erindi frá Ölfusi hafa verið afrit af bréfi til Orkustofnunar. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra. „Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
„Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent