„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 10:42 Njörður Sigurðsson segir erindi frá Ölfusi hafa verið afrit af bréfi til Orkustofnunar. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra. „Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
„Þetta erindi sem barst bænum var bréf Sveitarfélagsins Ölfuss til Orkustofnunar með afriti til Hveragerðis,“ segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði í samtali við Vísi. Bæjarstjórnin hafi þá þegar beðið um að vera höfð með í ráðum. Bæjarstjórn í Hveragerði hefur gagnrýnt Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir samráðsleysi vegna áætlana um virkjun í Ölfusdal. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfus, sagðist í gær hissa á gagnrýninni. Hann hefði sent bæjarstjórn í Hveragerði erindi um málið í febrúar. Hafi beðið um samráð frá upphafi „Við tókum erindið fyrir í bæjarráði þann 2. mars og þar er hægt að sjá bókun okkar um hana, sem er alveg á sama veg og bókunin sem við vorum með í vikunni. Þannig að við óskuðum strax eftir samráði,“ segir Njörður. „Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur rætt við bæjarstjórann í Ölfus um þetta allt saman en samt var ekki upplýst um þetta sem svo kom fram á fréttamannafundi í vikunni og þess vegna kom þetta flatt upp á okkur.“ Á fréttamannafundi rituðu Ölfus, Orkuveita Reykjavíkur og Títan undir viljayfirlýsingu um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Elliði lagði áherslu á það í samtali við Vísi í gær að um rannsóknarleyfi væri að ræða en ekki nýtingarleyfi. Í Facebook færslu um málið bendir Njörður meðal annars á að Elliði hafi einungis tilkynnt bænum um fyrirætlanir Ölfuss. „Í orðabók Árnastofnunar er samráð skilgreint sem „það að taka sameiginlegar ákvarðanir og samræma aðgerðir.“ Að tilkynna um fyrirætlanir er ekki samráð. Fyrsta spurningin í slíku samráði væri að spyrja (eins og kemur fram í bókun bæjarráðs frá 2. mars) hvort að það þjóni hagsmunum Hvergerðinga að sett verði virkjun við túnfót þeirra.“ Hagsmunir Hveragerðis meiri en Ölfuss Elliði sagði að það væri ekki of seint að eiga samtalið við nágranna sína í Hveragerði um málið. Sagðist Elliði raunar deila áhyggjum þeirra af mögulegum umhverfisáhrifum aukinnar virkjunar á náttúruperlur á svæðinu líkt og Reykjadal. Njörður segist fagna því að Elliði sé reiðubúinn í að eiga samtalið. Ljóst sé að um risamál sé að ræða. „Þetta er mjög stórt mál og þetta varðar hagsmuni okkar hér í Hveragerði umfram alla aðra. Þetta eru meiri hagsmunir fyrir okkur heldur en Sveitarfélagið Ölfus og Orkuveitu Reykjavíkur. Og þess vegna er mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð og fáum að ráða hvort að þetta kemur upp eða ekki. Það er aðalatriðið í þessu máli.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira