Það er stútfull dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Boðið er upp á fótbolta, körfubolta, íshokkí, maraþon og NFL.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 13.50 mætast Stjarnan og Keflavík í Subway-deild kvenna í körfubolta.
- Klukkan 16.20 er komið að leik Grindavíkur og Snæfells í sömu deild.
- Klukkan 19.05 mætast svo Breiðablik og Njarðvík.
Stöð 2 Sport 2
- Klukkan 07.00 er Valencia-maraþonið á dagskrá.
- Klukkan 11.20 er leikur Lecce og Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
- Klukkan 15.35 er leikur Wrexham og Yeovil í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 17.55 er leikur New Orleans Saints og Detroit Lions í NFL-deildinni á dagskrá.
- Klukkan 21.20 er svo komið að leik Philadelphia Eagles og San Francisco 49ers.
Stöð 2 Sport 3
- Klukkan 13.20 er leikur Eastleigh og Reading í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 17.45 hefst NFL Red Zone. Þar verður fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 16.00 er leikur Lille og Metz í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er stórleikur Napoli og Inter Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 17.20 er leikur Joventut Badalona og Baskonia í ACB-deildinni í körfubolta á dagskrá.
Vodafone Sport
- Klukkan 11.10 er stórleikur Feyenoord og PSV í hollensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá.
- Klukkan 13.55 er Íslendingaslagur Magdeburg og Gummersbach í þýska handboltanum á dagskrá.
- Klukkan 16.20 er stórleikur Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund í þýsku úralsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá. Leverkusen er á toppi deildarinnar.
- Klukkan 23.05 er leikur New York Rangers og San Jose Sharks í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.