„Þetta er vond stjórnsýsla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. desember 2023 20:30 Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Mál tveggja palestínskra drengja sem vísa á úr landi var tekið fyrir á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að um vonda stjórnsýslu sé að ræða og að ætlun Alþingis hefði aldrei verið að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun. Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði fyrir málið í pontu í dag en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var fjarverandi. Að sögn Katrínar er málið komið á borð kærunefndar útlendingamála. Rætt var við drengina tvo í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en þeir dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum. Þeir segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. „Það var aldrei ætlun Alþingis að vísa fylgdarlausum börnum til Grikklands,“ sagði Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að til sé nóg af ákvæðum í lögunum hefðu getað komið í veg fyrir að málið næði þessu stigi. „Þetta er vond stjórnsýsla og það á ekkert á fyrstu stigum málsins að komast að rangri niðurstöðu. Það á ekkert að þurfa að bíða eftir kærunefnd. Það er óskilvirkt, það er ómannúðlegt og sérstaklega þegar kemur að litlum börnum,“ sagði Logi. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segist sammála því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þá stöðu sem upp er komin. „Mér finnst þetta mál bara mjög borðleggjandi. Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að bíða eftir niðurstöðu frá úrskurðaraðila og annarra stjórnsýslustigi,“ sagði Lenya Rún Taha Karim í Kvöldfréttum. Mottóið að skipta sér ekki af einstaka málum Hún segir að hægt hefði verið að forðast niðurstöðuna til að byrja með, með því að veita drengjunum vernd. „Það er að við hefðum getað forðast þessa niðurstöðu til að byrja með. Þessir strákar hafa verið í mjög, mjög erfiðum aðstæðum síðustu mánuði og hafa upplifað mjög mikið álag og mjög mikla óvissu,“ sagði Lenya. Logi segir málið núna á borði ráðherra. „Dómsmálaráðherra fer með málefni flóttamanna og forsætisráðherra fer með málefni mannúðar. Þannig að ég vona auðvitað að það komi jákvæð niðurstaða hjá kærunefndinni en ef ekki þá verða þær að grípa inn í.“ Lenya segist binda vonir við að dómsmálaráðherra grípi inn í. „Mottóið hjá dómsmálaráðherra er mjög oft að þau skipti sér ekki af einstaka málum en það eru auðvitað til nokkur ákvæði sem er hægt að grípa til,“ segir Lenya og nefnir ákvæðið um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta sem virkjað var í fyrra fyrir úkraínskt flóttafólk. „Ég vona bara innilega að kærunefndin muni komast að ásættanlegri niðurstöðu með hag þessara barna að leiðarljósi,“ sagði Lenya að lokun.
Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Sjá meira