Handbolti

Læri­sveinar Ólafs á­fram sem fastast á botninum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Stefánsson, þjálfari þýska B-deildar liðsins Aue.
Ólafur Stefánsson, þjálfari þýska B-deildar liðsins Aue. Getty

Þýska B-deildarliðið Aue, lærisveinar Ólafs Stefánssonar, sitja áfram sem fastast á botni deildarinnar eftir tap í kvöld.

Aue hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu og tapaði í kvöld sínum fjórða leik í röð þegar Bietigheim-Metterzimmern vann fjögurra marka útisigur, lokatölur 27-31

Heimamenn byrjuðu vel í kvöld og voru um tíma þremur mörkum yfir. Það entist þó ekki lengi og voru gestirnir marki yfir í hálfleik, fór það svo að þeir unnu með fjögurra marka mun.

Sveinbjörn Pétursson átti góðan leik í marki heimaliðsins en það dugði ekki í kvöld. Hann varði 19 skot og gaf eina stoðsendingu.


Tengdar fréttir

Ólafur Stefánsson nýr þjálfari EHV Aue

Ólafur Stefánsson var í dag tilkynntur sem nýr þjálfari þýska b-deildarliðsins EHV Aue en félagið rak þjálfara sinn á dögunum eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Ólafur Stefánsson: Ég er allt annar gæi

Ís­­lenska hand­­bolta­­goð­­sögnin Ólafur Stefáns­­son er kominn aftur á fullt í þjálfun en hann tók á dögunum við þýska B-deildar­­fé­laginu Aue. Ólafur var síðast að­­stoðar­­þjálfari í HC Erlangen en hætti hjá fé­laginu í haust. Hann er nú aftur orðinn aðal­­­þjálfari og segist búinn að læra mikið síðan hann þjálfaði Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×