Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 08:00 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru góðir vinir eftir að hafa stýrt saman íslenska landsliðinu og komið því í átta liða úrslit EM 2016. Getty/Catherine Sleenkeste Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Janne Andersson hætti í síðasta mánuði sem landsliðsþjálfari Svía eftir að hafa mistekist algjörlega að koma liðinu á EM 2024. Liðið endaði níu stigum frá því að komast upp úr sínum undanriðli, og þá var árangur þess í Þjóðadeildinni slakari en til að mynda Íslands og því komast Svíar ekki í umspilið í mars. Lagerbäck þjálfaði Svíþjóð í mörg ár áður en hann tók svo við íslenska landsliðinu með Heimi sér til halds og trausts, með sögulegum árangri. Lagerbäck er ekki í vafa um að Heimir, sem nú stýrir Jamaíku með góðum árangri, sé rétti maðurinn til að taka við Svíum: „Ein manneskja sem ég þori svo sannarlega að mæla með er Heimir Hallgrímsson,“ sagði Lagerbäck í hlaðvarpsþætti um „krísuna í sænskum fótbolta“. „Hann [Heimir] lifði af 3-4 ár sem þjálfari í Arabaheiminum [sem þjálfari Al-Arabi í Katar] og það eitt og sér er rós í hnappagatið. Hann kom Íslandi á HM, og nú hefur hann komið Jamaíku nánast af botninum og í undanúrslit í Þjóðadeildinni þar. Það eru áhugaverð nöfn í boði,“ sagði Lagerbäck. Heimir, sem er 56 ára gamall, tók við landsliði Jamaíku í september í fyrra. Hann er með samning um að stýra liðinu fram yfir heimsmeistaramótið 2026 í von um að Jamaíka komist þangað. Á dögunum kom hann liðinu í undanúrslit Þjóðadeildar Mið- og Norður-Ameríku, og tryggði liðinu um leið sæti í Copa América á næsta ári.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira