Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2023 09:00 HMS hefur veitt 178 hlutdeildarlán það sem af er árinu 2023, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira