Hálshlíf verður skylda í íshokkí eftir banaslysið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 15:31 Adam Johnson var minnst fyrir íþróttakappaleiki víða um England þar á meðal fyrir leik Nottingham Forest og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Matthew Ashton Alþjóða íshokkísambandið hefur breytt reglum sínum í kjölfar slyssins hræðilega á dögunum þegar Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson lést af sárum sínum eftir að skauti mótherja skar hann á háls í leik. Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota. Íshokkí Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Hér eftir verður það skylda hjá leikmönnum að vera með hálshlíf í öllum leikjum á vegum Alþjóða íshokkísambandsins. Ice Hockey-Neck guards mandatory in IIHF tournaments after Johnson's death https://t.co/EaAjybwGmo pic.twitter.com/yNe2Kb5vLv— Reuters (@Reuters) December 5, 2023 Þetta þýðir að allir leikmenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2026 eða í heimsmeistarakeppni karla eða kvenna í framtíðinni þurfa að vera með hálfshlíf. Nýja reglan mun hins vegar ekki gilda í atvinnumannadeildum eins og NHL í Bandaríkjunum. Þar er enginn skylda um að leikmenn séu með hálshlífar. Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður dómaranefndar Íshokkísambands Íslands, vakti athygli á því stuttu eftir slysið að það væri skylda í yngri flokkum á nota hálshlíf en einnig hafði skapast mikil umræða um það hvort leikmenn þurfi ekki frekari vörn hjá fullorðnum líka. Alþjóða íshokkísambandið tók þetta mál fyrir og hefur nú komist að þeirrri rökréttu niðurstöðu að tryggja enn frekar öryggi leikmanna á svellinu. Adam Johnson lést eftir slys í leik Nottingham Panther í Englandi í október. Sökudólgurinn hefur verið ákærður um manndráp en var sleppt gegn tryggingu. Enska íshokkísambandið hafði lýst því yfir að hálshlíf yrði hér eftir skylda og deildir í Kanada hafa einnig farið sömu leið. Cole Koepke, leikmaður Syracuse Crunch, var góður vinur Johnson og hann ákvað að fara að byrja spila með hálshlíf í AHL-deildinni sem er b-deildin í bandaríska íshokkíinu. „Það truflar mig ekki að að vera með hálshlífina og það er því engin ástæða fyrir því að vera ekki með hana. Þetta er það rétta í stöðunni,“ sagði Koepke við CBS Minnesota.
Íshokkí Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira