Listin að leyfa sér að vera frjáls Þroskahjálp 7. desember 2023 15:16 „Þú getur notað list til að kafa ofan í allt sem þú ert forvitinn um, skoða nýja möguleika og nýjar leiðir. Þetta var svolítið leiðin mín út úr mínum ímynduðu fjötrum sem komu þegar ég fatlaðist,“ segir Brandur Bryndísarson. Mynd/Heiðrún Fivelstad. Hann var raungreinamaður og hafði um tíma í hyggju að leggja fyrir sig fræði um líf í alheiminum. Hans eigið líf tók þó aðra stefnu eftir veikindi og Brandur Bryndísarson Karlsson fékk það verkefni að takast á við breyttan raunveruleika sem í fyrstu virtist lítill og takmarkaður. Til að finna nýjar leiðir til að tengjast náttúrunni, lífinu og sjálfum sér aftur ákvað hann að leyfa raungreinaheilanum að víkja fyrir skapandi nálgun og fór að munnmála. „Ég hafði ekki mikið álit á list, raungreinamaðurinn. Mér fannst þetta óáþreifanlegt og illskiljanlegt og skildi ekki af hverju svona stór hluti af samfélaginu var að setja allan þennan tíma í þetta. Raungreinaheilinn minn fann ekkert til að grípa í í þessu samhengi.Svo byrja ég að læra um hvernig heilinn virkar. Hvernig við erum með rökræna nálgun annars vegar og hins vegar allt hitt, sem er torskildari en víðfeðmari upplifun af veruleikanum. Þarna áttaði ég mig á að ég var búinn að leggja ofuráherslu á þetta áþreifanlega og var farinn að upplifa ákveðnar takmarkanir í minni skynjun á veruleikanum. Svo ég byrjaði að mála í rauninni til þess að virkja skapandi nálgunina. Það var aðgengilegt og það virkaði fyrir mig. Ég byrjaði að mála þegar ég var ennþá með mátt í höndunum en kominn á það stig að ég gat ekki stjórnað hreyfingunum. Ég var að reyna að gera beinar línur og hringi en gat það ekki. Svo prófaði ég að nota munninn til að sjá hversu nákvæmlega ég gæti málað. Fyrsta slíka myndin var bara línur og lúppur en þar sá ég að gæði útkomunnar var ekki háð getu minni til þess að mála heldur kunnáttu minni og reynslu, þannig að ef ég héldi áfram þá myndi ég örugglega batna. Það var kenningin mín og það er eitt af því sem ég hef mjög gaman af við listsköpun. Að byrja á einhverju og vera í raun eins og lítið barn. Vita ekkert, kunna ekkert, skilja ekkert en þú gerir þetta aftur og aftur og sérð hvernig verkin verða betri og betri. Brandur er einn fjögurra listamanna sem eiga verk í nýútkomnu Listaverkaalmanaki Þroskahjálpar. Í kjölfarið fann ég hvernig heimsupplifunin mín breyttist og ég byrjaði að skynja heiminn og sjálfan mig á annan hátt. Á sama tíma upplifi ég meira og meira þetta samtal sem er mín uppáhaldsleið til að nálgast list í víðara samhengi. Listin opnar í rauninni á að allt getur orðið einhverskonar tjáning. Það er mikið frelsi,“ segir Brandur. Bannað að fara í jarðfræði Brandur lagði stund á líffræði, kom við í sálfræði og mannfræði en lærði svo eðlisfræði með það markmið að leggja fyrir sig astrobiology eða geimlíffræði. Þar er kafað í hvernig tilurð lífs á sér stað, bæði á jörðinni en líka hvernig það gæti kennilega komið til annars staðar í alheiminum. „Mamma bannaði mér að fara í jarðfræði. Sagði að ég gæti aldrei komist í gegnum jarðfræði án þess að njóta nepótisma því báðir foreldrar mínir eru jarðfræðingar,“ segir hann kíminn. „Í geimlíffræði þarft þú að vita allan fjandann og það heillaði mig, að þurfa að vita eitthvað um allt frekar en allt um eitthvað eitt. Það sem ég fattaði ekki þá en er búinn að uppgötva núna er að list er ákveðin réttlæting til að gera hvað sem er. Þú getur notað list til að kafa ofan í allt sem þú ert forvitinn um, skoða nýja möguleika og nýjar leiðir. Þetta var svolítið leiðin mín út úr mínum ímynduðu fjötrum sem komu þegar ég fatlaðist. Ég var kominn út í samfélagið og gat ekki hreyft mig og þá sá ég bara alla mína möguleika lokast. Þetta kveikti í einhverri frumþörf í mér í minni leit að einhverjum tilgangi sem svo leiddi mig meira og meira út í listina. Því það að kalla sig listamann er bara að ákveða að þú ert frjáls.“ Brandur segir fólk oftar en ekki hafa mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig einstaklingur í hjólastól sé. Mynd/Heiðrún Fivelstad. Skemmtilega týndur „Það var ekki fyrr en ég var búinn að mála í nokkur ár að ég opna mig fyrir þessu óáþreifanlega samtali sem listin er og sætti mig við að þú þarft að geta átt samtal þar sem það er ekkert niðurlag eða niðurstaða. Enginn endapunktur. Ég er ekki að reyna að sannfæra þig um neitt eða láta þig skilja neitt, ég er bara að tjá mig. Svo annað hvort tengirðu eða ekki. Ég er líka bara skemmtilega týndur sem listamaður og ég áttaði mig á að þar vil ég vera. Ég vil ekkert vita nákvæmlega hvað ég er að gera þegar ég byrja á einhverju. Ég vil bara hafa einhverja hugmynd, svo byrja ég,“ segir Brandur. „Mér finnst sérstaklega gaman þegar ég bæti fleira fólki við ferlið. Þá er komin einhver breyta inn í jöfnuna og maður hefur ekki hugmynd um útkomuna. Þegar hún liggur fyrir þarf maður aðeins að túlka og skilja – eða ekki – en mér finnst gaman að sjá hvernig maður hefur breyst sem afleiðing af því að hafa farið í gegnum sköpunarferlið. Þá sérðu muninn, fyrir og eftir, og allt í einu upplifir þú eitthvað sem þú vissir ekki um sjálfan þig áður.“ Málverkið af Kverkfjöllum. Tengdist Kverkfjöllum upp á nýtt Eitt af þremur verkum eftir Brand sem prýða Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er málverk af Kverkfjöllum sem eiga sérstakan stað í huga hans. Eftir veikindi sín og við að vera kominn í hjólastól upplifði Brandur að heimurinn sem hann hrærðist í væri orðinn lítill og takmarkaður. Hann langaði mikið til að ná aftur tengslum við náttúruna, nokkuð sem hafði gefið honum svo mikið þegar hann var yngri, því allt í einu gat hann ekki lengur gengið um tún og strendur eins og áður. „Ég var bara fastur á bílastæðunum. Upp úr þessu fórum við að nota dróna til þess að ná öllum þeim sjónarhornum sem ég vildi fá af staðnum. Svo gat ég málað það sem dróninn sá og þannig náð tengingu við staðinn. Eins og Kverkfjallamyndin. Ég málaði hana tiltölulega snemma, í rauninni áður en ég kunni eitthvað að mála en þarna var strax komin þessi hvatning að ná aftur tengingu við þennan stað sem mér þykir svo vænt um. Ég var skálavörður í Kverkfjöllum þegar ég var fjórtán ára og hafði mikið flakkað um þetta svæði en náði ekkert að tengja við það aftur eftir að ég var kominn í hjólastólinn. Þarna fékk ég þessa mynd frá samstarfsfélaga mömmu og fór að mála eftir henni. Ég hef reynt að gera þessa mynd aftur en það hefur ekki tekist eins vel. Hún átti bara að vera nákvæmlega eins og hún varð þarna. Eins og með þetta bleika í himninum. Ég dýfði penslinum óvart ofan í pínulítinn rauðan lit og gerði smá doppu og reyndi að dreifa úr henni svo liturinn yrði vægari. Svo varð þetta útkoman. Stóra spurningin var svo með stikuna, hvort ég ætti að halda henni inni eða ekki. Mig langaði að merkja manninn inn á landslagið, gefa samfélaginu og manninum pínulitla tilveru sem er samt svo áberandi.“ „Þú málar lag eftir lag og þá endar þetta vel,” segir Brandur. Mynd/Heiðrún Fivelstad. Mörg lög af vonbrigðum sem enda vel Hann segir það nánast fyndið að útskýra vinnuferlið fyrir öðru fólki. Stundum máli hann en nái engum kontakt við eitt né neitt og útkoman verði því frekar óspennandi. Hann sé þó búinn að læra að lykillinn að því að koma sér upp úr óánægjunni sé einfaldlega að halda áfram. „Þú málar lag eftir lag og þá endar þetta vel. Ég hef oft byrjað á verki og ekki verið sáttur og meira að segja hálfreiður yfir hvað þetta heppnaðist illa. Svo mála ég bara yfir það og mála svo aftur yfir það, svo allt í einu þá smellur eitthvað og þá ertu kominn með eitthvað verk sem þú ert sáttur við og það bætir einhvern vegin við útkomuna að þetta hafi byrjað illa.“ Í þau skipti sem þetta heppnast strax verður Brandur kátur, finnst hann vera voða góður listamaður og hugsar: „Djöfull er ég klár! „Svo hrynur það kannski alveg niður með næsta verki. Síðasta verk sem ég gerði heillaði mig ekki mikið þannig að ég ekki búinn að mála í mánuð. Nú þarf ég að koma mér aftur af stað. Mér finnst hins vegar ekkert gaman að selja verk. Mér finnst gaman þegar verkin mín fá gott heimili og ef einhver kemur til mín og langar rosalega í eitthvert verk þá redda ég því. En að fara og reyna að selja finnst mér ekki sérstaklega gaman þó ég geri það. Eldgosamyndirnar mínar eru í sölu núna og þar sem ég er alinn upp af jarðfræðingum á ég sterkan markað þar,“ segir hann og hlær. Reynisdrangar í túlkun Brands. Hvað ætli hafi komið fyrir þennan? „Eitt af því sem ég uppgötvaði snemma þegar ég var að rúlla um í hjólastól um almenningsstaði var ákveðið augnaráð sem ég fékk oft, en finn minna fyrir í dag. Þá er þetta þannig að fólk sér ungan mann í hjólastól og því finnst það óþægilegt því það kann ekki að taka því. Byrjar kannski að vorkenna, hugsar um hvað hafi komið fyrir þennan, greyið hann og svo framvegis. Og fólk horfir viljandi í burtu. Þetta eru mismunandi augnaráð eftir því hvort fólk horfir ekki vegna þess að því er sama eða að það horfir ekki vegna þess að það er hrætt við að vera dæmt fyrir að horfa á einhvern í þessum kringumstæðum. Einhver ætlar að heilsa mér og taka í höndina á mér og ég geri ekkert til að taka á móti því ég get ekki hreyft hana. Þá bregst fólk við með „Fyrirgefðu!“ og líður eins og það hafi móðgað mig, sem er bara fyndið. Litlu hlutirnir skipta máli eins og til dæmis í mínu tilfelli að ef fólk vill gera eitthvað í staðinn fyrir að taka í höndina á mér að leggja kannski höndina létt á öxlina á mér. Eða bara spyrja. Það er svolítið þema nútímans í samskiptum að tala saman og fá samþykki, hvort sem fólk er fatlað eða ófatlað. Samþykki á sér ekki stað nema vegna þess að fólk er búið að taka samtalið. Fólk heldur alltaf að ég sé viðkvæmur fyrir því að tala um af hverju ég er í hjólastól. Ég er ekki viðkvæmur fyrir því en ég er búinn að tala mjög oft um það og stundum er ég bara ekki í stuði fyrir það. Þá er það líka upp á mig komið að segja „Æi, ég nenni eiginlega ekki að tala um að núna“, án þess að það þurfi að vera eitthvað mál. Við sjáum það samt glöggt að það er alltaf smá vinna í heimssamfélaginu að normalisera fötlun. Hugtakið ableismi eða fötlunarfordómar heyrði ég um snemma en ég skildi þetta ekki fyrr en mörgum árum eftir að ég varð fatlaður. Fyrstu árin byrjaði fólk að tala til mín og við mig eins og ég væri barn. Sem mér fannst fyndið og ég lék mér svolítið með. Ég hugsaði sem svo að ef fólk gerði þetta, þá mátti ég alveg stríða því aðeins,“ segir hann og brosir. Að pína sig til að vera sýnilegur Í dag segir Brandur að hann sé orðinn vanur því að taka á móti óöryggi fólks sem hann hittir og kunni að leiða kringumstæðurnar á rétta braut svo fyrir honum sé þessi hjalli svo gott sem yfirstiginn. „Um leið og maður byrjar að tala þá hverfur svolítið sú hugsun að fólk sé að tala við fatlaðan mann. Því þykir það áhugavert og segir kannski í öðru eða þriðja samtali að því finnist ég ekkert vera fatlaður. Það er auðvitað skýrasta dæmið um þessar fyrirfram gefnu væntingar, að þú sjáir manneskju í hjólastól og gerir ráð fyrir að hún sé svona eða hinsegin. Í dag sjáum við miklu fleira fólk í samfélaginu í hjólastól eða á skutlu og oft er ég ekki einu maðurinn á einhverjum viðburði sem er í hjólastól. Ég held að þessi aukni sýnileiki sé búinn að breyta mjög miklu. Þetta er kannski svolítið spurning um að pína sig til að vera sýnilegur sem var eitt markmið í öllu þessu.“ Forsíða Listaverkaalmanaks Þroskahjálpar. Góð trix frá Eddu Heiðrúnu „Það var Edda Heiðrún Backman sem kom mér inn í að munnmála. Við urðum góðir vinir og ég var oft að hanga með henni og fékk að sjá hvernig hún tókst á við samfélagið. Hún var auðvitað leikkona og kunni svo vel á hvers konar samskipti. Ég lærði mörg góð trix frá henni, hvernig hún var búin að læra á ýmsar kringumstæður sem hefðu geta orðið óþægilegar og leiða þær á rétta braut. Það er fólk eins og hún og Halli sem rampar upp Reykjavík og er búinn að vera mjög sýnilegur og gera stórkostlega hluti fyrir samfélagið, maður í hjólastól. Þarna ertu að brjóta niður þá hugmynd að fatlað fólk geti ekki neitt. Við erum komin á þann stað í nútímasamfélagi að ég get farið í tölvu og notað augun til að teikna og skrifa, notað gervigreind til að gera hluti sem eru í raun ótrúlegir. Tækninni fleygir stöðugt fram og ég held að þegar fram í sækir verði þessi hugmynd um fötlun sem takmörkun svolítið flókin. Ég upplifi mig oft minna fatlaðan en fólk sem ég þekki sem er til dæmis að eiga við andleg veikindi sem eru mjög íþyngjandi. Ég missti 10 ár í mín veikindi en oft er þetta fólk sem ég þekki búið að vera í þunglyndi og vanlíðan jafn lengi eða jafnvel lengur sem afleiðing af því að passa ekki inn í samfélagið. Fötlun er kannski einhver stimpill sem ég held að sé hægt og rólega að tapa meiningu sinni. Sem betur fer,“ segir Brandur að lokum. Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er árviss fjáröflunarviðburður í starfi félagsins. Í ár prýða almanakið verk fjögurra fatlaðra einstaklinga sem hafa vakið athygli og verk þeirra sýnd bæði á einkasýningum og samsýningin hér heima og erlendis. Auk þeirra Brands og Guðjóns Gísla Kristinssonar eiga listakonurnar Elfa Björk Jónsdóttir og Helga Matthildur Viðarsdóttir verk í almanakinu á ár. Laugardaginn 9. desember verður sérstök opnunarsýning á verkum listamanna almanaksins í Gallerí Port á Laugavegi sem hefst kl. 15:00. Listaverkaalmanak Þroskahjálpar má kaupa í vefverslun Þroskahjálpar. Félagasamtök Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Ég hafði ekki mikið álit á list, raungreinamaðurinn. Mér fannst þetta óáþreifanlegt og illskiljanlegt og skildi ekki af hverju svona stór hluti af samfélaginu var að setja allan þennan tíma í þetta. Raungreinaheilinn minn fann ekkert til að grípa í í þessu samhengi.Svo byrja ég að læra um hvernig heilinn virkar. Hvernig við erum með rökræna nálgun annars vegar og hins vegar allt hitt, sem er torskildari en víðfeðmari upplifun af veruleikanum. Þarna áttaði ég mig á að ég var búinn að leggja ofuráherslu á þetta áþreifanlega og var farinn að upplifa ákveðnar takmarkanir í minni skynjun á veruleikanum. Svo ég byrjaði að mála í rauninni til þess að virkja skapandi nálgunina. Það var aðgengilegt og það virkaði fyrir mig. Ég byrjaði að mála þegar ég var ennþá með mátt í höndunum en kominn á það stig að ég gat ekki stjórnað hreyfingunum. Ég var að reyna að gera beinar línur og hringi en gat það ekki. Svo prófaði ég að nota munninn til að sjá hversu nákvæmlega ég gæti málað. Fyrsta slíka myndin var bara línur og lúppur en þar sá ég að gæði útkomunnar var ekki háð getu minni til þess að mála heldur kunnáttu minni og reynslu, þannig að ef ég héldi áfram þá myndi ég örugglega batna. Það var kenningin mín og það er eitt af því sem ég hef mjög gaman af við listsköpun. Að byrja á einhverju og vera í raun eins og lítið barn. Vita ekkert, kunna ekkert, skilja ekkert en þú gerir þetta aftur og aftur og sérð hvernig verkin verða betri og betri. Brandur er einn fjögurra listamanna sem eiga verk í nýútkomnu Listaverkaalmanaki Þroskahjálpar. Í kjölfarið fann ég hvernig heimsupplifunin mín breyttist og ég byrjaði að skynja heiminn og sjálfan mig á annan hátt. Á sama tíma upplifi ég meira og meira þetta samtal sem er mín uppáhaldsleið til að nálgast list í víðara samhengi. Listin opnar í rauninni á að allt getur orðið einhverskonar tjáning. Það er mikið frelsi,“ segir Brandur. Bannað að fara í jarðfræði Brandur lagði stund á líffræði, kom við í sálfræði og mannfræði en lærði svo eðlisfræði með það markmið að leggja fyrir sig astrobiology eða geimlíffræði. Þar er kafað í hvernig tilurð lífs á sér stað, bæði á jörðinni en líka hvernig það gæti kennilega komið til annars staðar í alheiminum. „Mamma bannaði mér að fara í jarðfræði. Sagði að ég gæti aldrei komist í gegnum jarðfræði án þess að njóta nepótisma því báðir foreldrar mínir eru jarðfræðingar,“ segir hann kíminn. „Í geimlíffræði þarft þú að vita allan fjandann og það heillaði mig, að þurfa að vita eitthvað um allt frekar en allt um eitthvað eitt. Það sem ég fattaði ekki þá en er búinn að uppgötva núna er að list er ákveðin réttlæting til að gera hvað sem er. Þú getur notað list til að kafa ofan í allt sem þú ert forvitinn um, skoða nýja möguleika og nýjar leiðir. Þetta var svolítið leiðin mín út úr mínum ímynduðu fjötrum sem komu þegar ég fatlaðist. Ég var kominn út í samfélagið og gat ekki hreyft mig og þá sá ég bara alla mína möguleika lokast. Þetta kveikti í einhverri frumþörf í mér í minni leit að einhverjum tilgangi sem svo leiddi mig meira og meira út í listina. Því það að kalla sig listamann er bara að ákveða að þú ert frjáls.“ Brandur segir fólk oftar en ekki hafa mjög fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig einstaklingur í hjólastól sé. Mynd/Heiðrún Fivelstad. Skemmtilega týndur „Það var ekki fyrr en ég var búinn að mála í nokkur ár að ég opna mig fyrir þessu óáþreifanlega samtali sem listin er og sætti mig við að þú þarft að geta átt samtal þar sem það er ekkert niðurlag eða niðurstaða. Enginn endapunktur. Ég er ekki að reyna að sannfæra þig um neitt eða láta þig skilja neitt, ég er bara að tjá mig. Svo annað hvort tengirðu eða ekki. Ég er líka bara skemmtilega týndur sem listamaður og ég áttaði mig á að þar vil ég vera. Ég vil ekkert vita nákvæmlega hvað ég er að gera þegar ég byrja á einhverju. Ég vil bara hafa einhverja hugmynd, svo byrja ég,“ segir Brandur. „Mér finnst sérstaklega gaman þegar ég bæti fleira fólki við ferlið. Þá er komin einhver breyta inn í jöfnuna og maður hefur ekki hugmynd um útkomuna. Þegar hún liggur fyrir þarf maður aðeins að túlka og skilja – eða ekki – en mér finnst gaman að sjá hvernig maður hefur breyst sem afleiðing af því að hafa farið í gegnum sköpunarferlið. Þá sérðu muninn, fyrir og eftir, og allt í einu upplifir þú eitthvað sem þú vissir ekki um sjálfan þig áður.“ Málverkið af Kverkfjöllum. Tengdist Kverkfjöllum upp á nýtt Eitt af þremur verkum eftir Brand sem prýða Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er málverk af Kverkfjöllum sem eiga sérstakan stað í huga hans. Eftir veikindi sín og við að vera kominn í hjólastól upplifði Brandur að heimurinn sem hann hrærðist í væri orðinn lítill og takmarkaður. Hann langaði mikið til að ná aftur tengslum við náttúruna, nokkuð sem hafði gefið honum svo mikið þegar hann var yngri, því allt í einu gat hann ekki lengur gengið um tún og strendur eins og áður. „Ég var bara fastur á bílastæðunum. Upp úr þessu fórum við að nota dróna til þess að ná öllum þeim sjónarhornum sem ég vildi fá af staðnum. Svo gat ég málað það sem dróninn sá og þannig náð tengingu við staðinn. Eins og Kverkfjallamyndin. Ég málaði hana tiltölulega snemma, í rauninni áður en ég kunni eitthvað að mála en þarna var strax komin þessi hvatning að ná aftur tengingu við þennan stað sem mér þykir svo vænt um. Ég var skálavörður í Kverkfjöllum þegar ég var fjórtán ára og hafði mikið flakkað um þetta svæði en náði ekkert að tengja við það aftur eftir að ég var kominn í hjólastólinn. Þarna fékk ég þessa mynd frá samstarfsfélaga mömmu og fór að mála eftir henni. Ég hef reynt að gera þessa mynd aftur en það hefur ekki tekist eins vel. Hún átti bara að vera nákvæmlega eins og hún varð þarna. Eins og með þetta bleika í himninum. Ég dýfði penslinum óvart ofan í pínulítinn rauðan lit og gerði smá doppu og reyndi að dreifa úr henni svo liturinn yrði vægari. Svo varð þetta útkoman. Stóra spurningin var svo með stikuna, hvort ég ætti að halda henni inni eða ekki. Mig langaði að merkja manninn inn á landslagið, gefa samfélaginu og manninum pínulitla tilveru sem er samt svo áberandi.“ „Þú málar lag eftir lag og þá endar þetta vel,” segir Brandur. Mynd/Heiðrún Fivelstad. Mörg lög af vonbrigðum sem enda vel Hann segir það nánast fyndið að útskýra vinnuferlið fyrir öðru fólki. Stundum máli hann en nái engum kontakt við eitt né neitt og útkoman verði því frekar óspennandi. Hann sé þó búinn að læra að lykillinn að því að koma sér upp úr óánægjunni sé einfaldlega að halda áfram. „Þú málar lag eftir lag og þá endar þetta vel. Ég hef oft byrjað á verki og ekki verið sáttur og meira að segja hálfreiður yfir hvað þetta heppnaðist illa. Svo mála ég bara yfir það og mála svo aftur yfir það, svo allt í einu þá smellur eitthvað og þá ertu kominn með eitthvað verk sem þú ert sáttur við og það bætir einhvern vegin við útkomuna að þetta hafi byrjað illa.“ Í þau skipti sem þetta heppnast strax verður Brandur kátur, finnst hann vera voða góður listamaður og hugsar: „Djöfull er ég klár! „Svo hrynur það kannski alveg niður með næsta verki. Síðasta verk sem ég gerði heillaði mig ekki mikið þannig að ég ekki búinn að mála í mánuð. Nú þarf ég að koma mér aftur af stað. Mér finnst hins vegar ekkert gaman að selja verk. Mér finnst gaman þegar verkin mín fá gott heimili og ef einhver kemur til mín og langar rosalega í eitthvert verk þá redda ég því. En að fara og reyna að selja finnst mér ekki sérstaklega gaman þó ég geri það. Eldgosamyndirnar mínar eru í sölu núna og þar sem ég er alinn upp af jarðfræðingum á ég sterkan markað þar,“ segir hann og hlær. Reynisdrangar í túlkun Brands. Hvað ætli hafi komið fyrir þennan? „Eitt af því sem ég uppgötvaði snemma þegar ég var að rúlla um í hjólastól um almenningsstaði var ákveðið augnaráð sem ég fékk oft, en finn minna fyrir í dag. Þá er þetta þannig að fólk sér ungan mann í hjólastól og því finnst það óþægilegt því það kann ekki að taka því. Byrjar kannski að vorkenna, hugsar um hvað hafi komið fyrir þennan, greyið hann og svo framvegis. Og fólk horfir viljandi í burtu. Þetta eru mismunandi augnaráð eftir því hvort fólk horfir ekki vegna þess að því er sama eða að það horfir ekki vegna þess að það er hrætt við að vera dæmt fyrir að horfa á einhvern í þessum kringumstæðum. Einhver ætlar að heilsa mér og taka í höndina á mér og ég geri ekkert til að taka á móti því ég get ekki hreyft hana. Þá bregst fólk við með „Fyrirgefðu!“ og líður eins og það hafi móðgað mig, sem er bara fyndið. Litlu hlutirnir skipta máli eins og til dæmis í mínu tilfelli að ef fólk vill gera eitthvað í staðinn fyrir að taka í höndina á mér að leggja kannski höndina létt á öxlina á mér. Eða bara spyrja. Það er svolítið þema nútímans í samskiptum að tala saman og fá samþykki, hvort sem fólk er fatlað eða ófatlað. Samþykki á sér ekki stað nema vegna þess að fólk er búið að taka samtalið. Fólk heldur alltaf að ég sé viðkvæmur fyrir því að tala um af hverju ég er í hjólastól. Ég er ekki viðkvæmur fyrir því en ég er búinn að tala mjög oft um það og stundum er ég bara ekki í stuði fyrir það. Þá er það líka upp á mig komið að segja „Æi, ég nenni eiginlega ekki að tala um að núna“, án þess að það þurfi að vera eitthvað mál. Við sjáum það samt glöggt að það er alltaf smá vinna í heimssamfélaginu að normalisera fötlun. Hugtakið ableismi eða fötlunarfordómar heyrði ég um snemma en ég skildi þetta ekki fyrr en mörgum árum eftir að ég varð fatlaður. Fyrstu árin byrjaði fólk að tala til mín og við mig eins og ég væri barn. Sem mér fannst fyndið og ég lék mér svolítið með. Ég hugsaði sem svo að ef fólk gerði þetta, þá mátti ég alveg stríða því aðeins,“ segir hann og brosir. Að pína sig til að vera sýnilegur Í dag segir Brandur að hann sé orðinn vanur því að taka á móti óöryggi fólks sem hann hittir og kunni að leiða kringumstæðurnar á rétta braut svo fyrir honum sé þessi hjalli svo gott sem yfirstiginn. „Um leið og maður byrjar að tala þá hverfur svolítið sú hugsun að fólk sé að tala við fatlaðan mann. Því þykir það áhugavert og segir kannski í öðru eða þriðja samtali að því finnist ég ekkert vera fatlaður. Það er auðvitað skýrasta dæmið um þessar fyrirfram gefnu væntingar, að þú sjáir manneskju í hjólastól og gerir ráð fyrir að hún sé svona eða hinsegin. Í dag sjáum við miklu fleira fólk í samfélaginu í hjólastól eða á skutlu og oft er ég ekki einu maðurinn á einhverjum viðburði sem er í hjólastól. Ég held að þessi aukni sýnileiki sé búinn að breyta mjög miklu. Þetta er kannski svolítið spurning um að pína sig til að vera sýnilegur sem var eitt markmið í öllu þessu.“ Forsíða Listaverkaalmanaks Þroskahjálpar. Góð trix frá Eddu Heiðrúnu „Það var Edda Heiðrún Backman sem kom mér inn í að munnmála. Við urðum góðir vinir og ég var oft að hanga með henni og fékk að sjá hvernig hún tókst á við samfélagið. Hún var auðvitað leikkona og kunni svo vel á hvers konar samskipti. Ég lærði mörg góð trix frá henni, hvernig hún var búin að læra á ýmsar kringumstæður sem hefðu geta orðið óþægilegar og leiða þær á rétta braut. Það er fólk eins og hún og Halli sem rampar upp Reykjavík og er búinn að vera mjög sýnilegur og gera stórkostlega hluti fyrir samfélagið, maður í hjólastól. Þarna ertu að brjóta niður þá hugmynd að fatlað fólk geti ekki neitt. Við erum komin á þann stað í nútímasamfélagi að ég get farið í tölvu og notað augun til að teikna og skrifa, notað gervigreind til að gera hluti sem eru í raun ótrúlegir. Tækninni fleygir stöðugt fram og ég held að þegar fram í sækir verði þessi hugmynd um fötlun sem takmörkun svolítið flókin. Ég upplifi mig oft minna fatlaðan en fólk sem ég þekki sem er til dæmis að eiga við andleg veikindi sem eru mjög íþyngjandi. Ég missti 10 ár í mín veikindi en oft er þetta fólk sem ég þekki búið að vera í þunglyndi og vanlíðan jafn lengi eða jafnvel lengur sem afleiðing af því að passa ekki inn í samfélagið. Fötlun er kannski einhver stimpill sem ég held að sé hægt og rólega að tapa meiningu sinni. Sem betur fer,“ segir Brandur að lokum. Listaverkaalmanak Þroskahjálpar er árviss fjáröflunarviðburður í starfi félagsins. Í ár prýða almanakið verk fjögurra fatlaðra einstaklinga sem hafa vakið athygli og verk þeirra sýnd bæði á einkasýningum og samsýningin hér heima og erlendis. Auk þeirra Brands og Guðjóns Gísla Kristinssonar eiga listakonurnar Elfa Björk Jónsdóttir og Helga Matthildur Viðarsdóttir verk í almanakinu á ár. Laugardaginn 9. desember verður sérstök opnunarsýning á verkum listamanna almanaksins í Gallerí Port á Laugavegi sem hefst kl. 15:00. Listaverkaalmanak Þroskahjálpar má kaupa í vefverslun Þroskahjálpar.
Félagasamtök Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira