Félagasamtök

Fréttamynd

Þrjár ráðnar til Krafts

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildar­við­ræður

Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á­hersla lögð á and­lega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd

Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. 

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn og söfnunarmet slegið

Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi fé­laga­sam­taka og magnað mara­þon

Á morgun fer Reykjavíkurmaraþonið fram þar fjölmargir hlauparara safna áheitum til styrktar góðgerðarfélögum, minningasjóðum og einstaklingum sem stuðla að betra samfélagi. Þarna fá góð og þörf málefni kastljósið sem mörg hver eru á hendi félagasamtaka sem augljóslega eru mikils metin vegna jákvæðra áhrifa þeirra á samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Krabba­mein – reddast þetta?

Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni

Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Lang­flestir Grind­víkingar búa utan Grinda­víkur­bæjar“

Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að Rauði krossinn endur­skoði af­stöðu sína

Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður tekur við for­mennsku af Silju Báru

Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017.

Innlent
Fréttamynd

Geðhjálp ekki á fram­færi hins opin­bera

Sigfús Aðalsteinsson, talsmaður Ísland, þvert á flokka, hélt því fram í samtali við Vísi að Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, ætti síst að atyrða fólk vegna þess Geðhjálp sé rekin á kostnað ríkisins. Hlutur ríkisins í rekstri Geðhjálpar er hins vegar hverfandi.

Innlent
Fréttamynd

Hildur er nýr for­maður Almannaheilla

Hildur Tryggvadóttir Flóvens var kjörin formaður Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, á aðalfundi félagsins í gær og tekur við keflinu af Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, sem hefur staðið í stefninu síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Segja á­sakanir á hendur séra Frið­riki tómt rugl

Hópur félagsmanna í KFUM sem krefst þess að fram fari hlutlæg rannsókn á þeim málum sem höfð eru uppi gegn séra Friðriki Friðrikssyni, heldur opinn fund í Friðrikskapellu við Valsvöllinn í Reykjavík í kvöld. Hópurinn krefst þess að séra Friðik, sem lést fyrir sextíu árum, fái sinn málsvara en þeir sem að hópnum standa telja ásakanirnar meira og minna tómt rugl og uppspuna.

Innlent
Fréttamynd

Færa boðuð gagn­mót­mæli gegn ras­isma vegna of­beldisógnar

Hópar sem höfðu boðað til gagnmótmæla gegn rasisma til höfuðs mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda á Austurvelli hafa ákveðið að færa þau vegna hættu á ofbeldi. Þeir vísa til ofbeldisóra þeirra sem standa að mótmælunum gegn hælisleitendum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi þing­menn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar

Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson.

Innlent
Fréttamynd

Líkir aðal­fundi Sósíal­ista við War­hammer-útsöluna í Nexus

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum.

Innlent