„Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. desember 2023 11:27 Auðunn hlakkar til að halda tónleika í Iðnó um miðjan mánuð. Aðsend Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég fékk að syngja með dönsku sinfóníunni fyrir nokkrum árum síðan. Það var mikill heiður auk þess em Köben er rosalega rómantísk í desember.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég fékk ipod frá pabba þegar ég var unglingur, ógleymanlegt.“ Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég hef fengið nokkrar húfur sem ég geymi ofan í skúffu.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Mér finnst gaman að horfa á einhverjar klassískar bíómyndir. Ég horfi á The Godfather í fyrra, ætli það verði ekki Harry Potter í ár.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Án efa, Það snjóar.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Eyes Wide Shut.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Þegar maður flytur að heiman langar mann helst í sokka og nærbuxur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Að labba niður Laugaveginn á Þorláksmessu er rómó.“ Hvað borðar þú á jólunum? Ég leyfi mömmu að ráða! Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég hlakka mikið til þess að spila á tónleikunum mínum í Iðnó og svo kemur kærastan mín til landsins í næstu viku. Þetta verður hennar fyrsta Íslandsferð og hlakka ég mikið til að sýna henni litla landið mitt.“ View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Bakar þú smákökur fyrir jólin? „Ég er meiri kokkur frekar en bakari. Kannski vantar mig bara góða uppskrift.“ Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum eða týpan sem hleypur niður Laugaveginn á Þorláksmessu í leit að seinustu gjöfinni? „Ætli ég verði ekki að segja að ég sé sá síðarnefndi.“ Hvað eru jól fyrir þér? „Tækifæri til þess að vera þakklátur og njóta samverunnar með fjölskyldunni.“ Jól Jólamolar Tengdar fréttir Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 6. nóvember 2023 22:13 Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. 23. nóvember 2023 12:52 Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 24. desember 2022 11:02 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég fékk að syngja með dönsku sinfóníunni fyrir nokkrum árum síðan. Það var mikill heiður auk þess em Köben er rosalega rómantísk í desember.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég fékk ipod frá pabba þegar ég var unglingur, ógleymanlegt.“ Hver er furðulegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég hef fengið nokkrar húfur sem ég geymi ofan í skúffu.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Mér finnst gaman að horfa á einhverjar klassískar bíómyndir. Ég horfi á The Godfather í fyrra, ætli það verði ekki Harry Potter í ár.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Án efa, Það snjóar.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Eyes Wide Shut.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Þegar maður flytur að heiman langar mann helst í sokka og nærbuxur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Að labba niður Laugaveginn á Þorláksmessu er rómó.“ Hvað borðar þú á jólunum? Ég leyfi mömmu að ráða! Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég hlakka mikið til þess að spila á tónleikunum mínum í Iðnó og svo kemur kærastan mín til landsins í næstu viku. Þetta verður hennar fyrsta Íslandsferð og hlakka ég mikið til að sýna henni litla landið mitt.“ View this post on Instagram A post shared by Luthersson (@auduraudur) Bakar þú smákökur fyrir jólin? „Ég er meiri kokkur frekar en bakari. Kannski vantar mig bara góða uppskrift.“ Ertu tímanlega í jólaundirbúningnum eða týpan sem hleypur niður Laugaveginn á Þorláksmessu í leit að seinustu gjöfinni? „Ætli ég verði ekki að segja að ég sé sá síðarnefndi.“ Hvað eru jól fyrir þér? „Tækifæri til þess að vera þakklátur og njóta samverunnar með fjölskyldunni.“
Jól Jólamolar Tengdar fréttir Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 6. nóvember 2023 22:13 Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. 23. nóvember 2023 12:52 Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 24. desember 2022 11:02 Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01 Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Auður heldur tónleika hér á landi í fyrsta sinn í rúm tvö ár Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, Auður, mun halda tónleika í Iðnó í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem hann heldur tónleika hérlendis frá því að hann dró sig úr sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum konum fyrir rúmum tveimur árum. 6. nóvember 2023 22:13
Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra. 23. nóvember 2023 12:52
Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 24. desember 2022 11:02
Kýs samveru með ástvinum umfram jólagjafir: „Finnst gjafir alltaf smá bruðl“ Tónlistarkonan Klara Elias gaf nýverið út jólalag og hélt sína eigin jólatónleika um síðustu helgi. Þrátt fyrir það segist hún vera heldur mikill Grinch og finnst henni jólin vera stressandi alveg fram á aðfangadagskvöld. Klara er viðmælandi í Jólamola dagsins. 21. desember 2022 10:01