Of stórar nærbuxur komu skíðastökkvurum í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:00 Skíðastökkvarar geta vissulega grætt á því að vera í of stórum keppnisbúningi. Samsett/Getty Það erfitt að finna strangari reglur um keppnisbúninga en í skíðastökkinu enda þurfa búningar keppenda að vera eins aðskornir og mögulegt er. Alþjóða skíðasambandið leitar ýmissa leiða til að passa upp á það að stökkvararnir séu ekki að nýta sér keppnisbúninginn til að svífa aðeins lengra. Keppendur þurfa að því að gangast undir próf og mælingar fyrir tímabilið. Þegar á hólminn var komið kom hins vegar í ljóst að mælingarnar voru ónákvæmar. Þrír af tíu stökkvurum þurfa því að breyta um búning á miðju tímabili. „Meðal þess sem var í ólagi voru nærbuxurnar. Við komust að því að sumir voru í of stórum nærbuxum, sagði Christian Kathol, eftirlitsmaður FIS, við norska ríkisútvarpið. Í fréttinni hjá NRK var mynd af nýju stöðluðu nærbuxunum.nrk.no Í sumar þurftu allir keppendur í skíðastökki að fara í 3D skanna en með því fengu eftirlitsmennirnir nákvæma vitneskju um vöxt viðkomandi. Keppendurnir þurftu að vera á nærbuxunum og engu öðru í skannanum. Hæð og líkamsgerð réðu því síðan hversu stór keppnisbúningur hvers og eins mátti vera. Sé búningurinn of stór þá eykur hann mögulega svif keppenda og gefur þeim forskot. Skihopp har blitt en svært marginal idrett, for ikke å si marginalisert. https://t.co/rvJvAXmbjm— Jørgen Sivertsen (@JorgenPorgen) December 4, 2023 Mælingamenn FIS áttuðu sig ekki á því að of stórar nærbuxur földu aftur á móti vöxt keppanda og gáfu þeim tækifæri til að vera með aðeins stærri búning en þeir máttu í raun. Við erum ekki að tala um marga sentimetra mun en þetta var samt nóg til að endurskoða allt. Þegar þetta uppgötvaðist þá kallaði það einnig á endurmat á vexti keppenda. Lausnin við þessu var að láta alla keppendur klæðast sömu gerð af nærbuxum í skannanum og mæla alla keppendurna aftur. En hversu mikið var forskot þeirra sem mættu í of stórum nærbuxum? Kathol telur það vera minniháttar og segir að sentimetri til eða frá skipti ekki máli þegar keppendur eru í góðu formi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem nærbuxur koma íþróttamönnum í vandræði. Skíðaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið leitar ýmissa leiða til að passa upp á það að stökkvararnir séu ekki að nýta sér keppnisbúninginn til að svífa aðeins lengra. Keppendur þurfa að því að gangast undir próf og mælingar fyrir tímabilið. Þegar á hólminn var komið kom hins vegar í ljóst að mælingarnar voru ónákvæmar. Þrír af tíu stökkvurum þurfa því að breyta um búning á miðju tímabili. „Meðal þess sem var í ólagi voru nærbuxurnar. Við komust að því að sumir voru í of stórum nærbuxum, sagði Christian Kathol, eftirlitsmaður FIS, við norska ríkisútvarpið. Í fréttinni hjá NRK var mynd af nýju stöðluðu nærbuxunum.nrk.no Í sumar þurftu allir keppendur í skíðastökki að fara í 3D skanna en með því fengu eftirlitsmennirnir nákvæma vitneskju um vöxt viðkomandi. Keppendurnir þurftu að vera á nærbuxunum og engu öðru í skannanum. Hæð og líkamsgerð réðu því síðan hversu stór keppnisbúningur hvers og eins mátti vera. Sé búningurinn of stór þá eykur hann mögulega svif keppenda og gefur þeim forskot. Skihopp har blitt en svært marginal idrett, for ikke å si marginalisert. https://t.co/rvJvAXmbjm— Jørgen Sivertsen (@JorgenPorgen) December 4, 2023 Mælingamenn FIS áttuðu sig ekki á því að of stórar nærbuxur földu aftur á móti vöxt keppanda og gáfu þeim tækifæri til að vera með aðeins stærri búning en þeir máttu í raun. Við erum ekki að tala um marga sentimetra mun en þetta var samt nóg til að endurskoða allt. Þegar þetta uppgötvaðist þá kallaði það einnig á endurmat á vexti keppenda. Lausnin við þessu var að láta alla keppendur klæðast sömu gerð af nærbuxum í skannanum og mæla alla keppendurna aftur. En hversu mikið var forskot þeirra sem mættu í of stórum nærbuxum? Kathol telur það vera minniháttar og segir að sentimetri til eða frá skipti ekki máli þegar keppendur eru í góðu formi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem nærbuxur koma íþróttamönnum í vandræði.
Skíðaíþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira