Glæpur og refsing kvenna í samtímanum Kristín I. Pálsdóttir og Helena Bragadóttir skrifa 8. desember 2023 09:00 Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fangelsismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun