Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 07:00 Unnur segir ljósmæður furða sig á framgöngu stjórnenda á Akureyri. Vísir Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“ Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira