Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 07:00 Unnur segir ljósmæður furða sig á framgöngu stjórnenda á Akureyri. Vísir Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“ Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira