Juanita Castro er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2023 07:01 Juanita barðist ötullega gegn stefnu bræðra sinna en syrgði engu að síður bróður sinn Fidel þegar hann lést. AP/Alan Diaz Juanita Castro, systir Fidel og Raúl Castro, er látin. Hún var 90 ára. Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi. Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Það var blaðamaðurinn María Antonieta Collins, sem ritaði Fidel og Raúl, bræður mínir: Hin leynda saga með Juanitu, sem greindi frá andláti hennar á Instagram. Hún lést á mánudag en andlátsins hefur hvorki verið getið af yfirvöldum né fjölmiðlum á Kúbu. Juanita studdi upphaflega bræður sína í tilraunum þeirra til að steypa einræðisherranum Fulgencio Batista af valdastóli og aflaði meðal annars fjár og keypti vopn. Hún missti hins vegar trúna á Fidel eftir að hann komst til valda árið 1959, varð harðlínu kommúnisti og útilokaði þá sem voru ósammála honum. Juanita opnaði í kjölfarið heimili sitt fyrir þeim sem gagnrýndu kommúnismann og uppskar hótun frá bróður sínum, sem varaði hana við því að leggja lag sitt við „gusanos“, ormana sem mótmæltu byltingunni. Junanita gengur með mótmælendum gegn Castro-bræðrum við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.Getty Í fyrrnefndri bók greindi Juanita frá því að hún hefði byrjað að vinna fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) í kjölfar innrásarinnar í Svínaflóa árið 1961, fyrir milligöngu eiginkonu sendiherra Brasilíu á Kúbu. Juanita sagði við fulltrúan sem hún hitti að hún vildi ekki þiggja peninga frá Bandaríkjamönnum, né myndi hún styðja ofbeldi gegn bræðrum sínum eða öðrum. Hún tók hins vegar að sér að smygla skilaboðum, gögnum og peningum milli Bandaríkjanna og Kúbu, í niðursuðudósum. Árið 1963 lést móðir systkinana og Juanita sá sér þá þann kost vænstan að flýja Kúbu. Hún fór fyrst til Mexíkó en þaðan til Bandaríkjanna og varð bandarískur ríkisborgari árið 1984. Hún bjó sér heimili á Miami og bjó þar í áratugi.
Kúba Bandaríkin Andlát Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira