Umfjöllun: Tindastóll - Höttur 83-71 | Mikilvægur sigur meistaranna Arnar Skúli Atlason skrifar 7. desember 2023 22:00 Tindastóll vann mikilvægan sigur í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandsmeistarar Tindastóls unnu mikilvægan 12 stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-71. Það voru lið Hattar sem sat í 6. sæti fyrir leikinn í kvöld með 10 stig og lið Tindastóls í 8. sæti einnig með 10 stig sem leiddu saman hesta sína í kvöld í Subway deild karla í körfubolta. Mikil spenna var fyrir leiknum. Mikil stemning var í Síkinu og vel mætt frá gestaliðinu. Leikurinn hófst með mikilli baráttu en Tindastóll voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og tóku forustuna í byrjun. Þórir Þorbjarnarson var öflugur í upphafi leiks og var að komast að körfunni, Hattarmenn voru samt ekki langt undan þar sem Deontaye Buskey leiddi þá áfram með töfrum sínum og kláraði hann fyrsta leikhluta með því að setja boltann ofan í þegar leikhlutinn kláraðist en Tindastóll leiddi að honum loknum með tveimur stigum. Sama var upp á teningum í öðrum leikhluta og opnuðu Tindastóll leikinn á 8-0 spretti, og komu þessu upp í 10 stiga forustu, Davis Geks var öflugur í og sallaði körfunum á Hetti og áttu þeir fá svör við leik hans. Buskey reyndi að halda sínum mönnum inn í leiknum en það dugði skammt og Höttur skoruðu einungis 12 stig í leikhlutanum en Tindastóll skoraði 25 stig og leiddi þar að leiðandi í hálfleik með 15 stigum. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði og Tindastóll kom þessu upp í 20 stiga mun og voru með öll tök á vellinum. En þá tók Viðar leikhlé og las yfir sínum mönnum, það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og náðu þeir að koma muninum í 9 stig áður en seinasti leikhlutinn hófst, mikilvægt framlag frá Gustrav Suhr-Jessen í leikhlutanum ásamt Buskey héldu Héraðsbúum inn í leiknum. Buskey opnaði fjórða leikhlutann á þriggja stiga körfu og kom muninum niður í 6 stig, Tindastóll stigu þá á bensíngjöfina aftur og juku muninn og komu sér þægilega frá Hattarmönnum aftur. Tindastóll komust í bónus þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum og fengu þeir auðveldar körfur á meðan Höttur þurftu að hafa miklu meira fyrir sínum stigum. Tindastóll sigldi þessu örugglega í hús 83-71. Af hverju vann Tindastóll? Voru miklu betri á öllum sviðum leiksins. Voru bara einum of stórir fyrir Hött í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Davis Geks var frábær í kvöld, hann skoraði að vild, Þórir og Callum voru öflugir líka. Heilt yfir voru Tindastólsmenn frábærir á báðum endum í kvöld. Hvað gekk illa? Hetti gekk illa að stoppa áhlaup Tindastóls þegar þau komu. Lítið framlag frá lykilmönnum Hattar fyrir utan Buskey, ef þú ætlar að vinna í Síkinu þarft þú að fá framlag frá aukaleikurunum þínum með lykilmönnum og það var ekki að gerast í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í Hveragerði og tekur á móti Hamar á meðan Höttur fær Álftanes í heimsókn, báðir leikir fara fram 14. Desember klukkan 19:00 Subway-deild karla Tindastóll Höttur
Íslandsmeistarar Tindastóls unnu mikilvægan 12 stiga sigur er liðið tók á móti Hetti í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 83-71. Það voru lið Hattar sem sat í 6. sæti fyrir leikinn í kvöld með 10 stig og lið Tindastóls í 8. sæti einnig með 10 stig sem leiddu saman hesta sína í kvöld í Subway deild karla í körfubolta. Mikil spenna var fyrir leiknum. Mikil stemning var í Síkinu og vel mætt frá gestaliðinu. Leikurinn hófst með mikilli baráttu en Tindastóll voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og tóku forustuna í byrjun. Þórir Þorbjarnarson var öflugur í upphafi leiks og var að komast að körfunni, Hattarmenn voru samt ekki langt undan þar sem Deontaye Buskey leiddi þá áfram með töfrum sínum og kláraði hann fyrsta leikhluta með því að setja boltann ofan í þegar leikhlutinn kláraðist en Tindastóll leiddi að honum loknum með tveimur stigum. Sama var upp á teningum í öðrum leikhluta og opnuðu Tindastóll leikinn á 8-0 spretti, og komu þessu upp í 10 stiga forustu, Davis Geks var öflugur í og sallaði körfunum á Hetti og áttu þeir fá svör við leik hans. Buskey reyndi að halda sínum mönnum inn í leiknum en það dugði skammt og Höttur skoruðu einungis 12 stig í leikhlutanum en Tindastóll skoraði 25 stig og leiddi þar að leiðandi í hálfleik með 15 stigum. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði og Tindastóll kom þessu upp í 20 stiga mun og voru með öll tök á vellinum. En þá tók Viðar leikhlé og las yfir sínum mönnum, það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og náðu þeir að koma muninum í 9 stig áður en seinasti leikhlutinn hófst, mikilvægt framlag frá Gustrav Suhr-Jessen í leikhlutanum ásamt Buskey héldu Héraðsbúum inn í leiknum. Buskey opnaði fjórða leikhlutann á þriggja stiga körfu og kom muninum niður í 6 stig, Tindastóll stigu þá á bensíngjöfina aftur og juku muninn og komu sér þægilega frá Hattarmönnum aftur. Tindastóll komust í bónus þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum og fengu þeir auðveldar körfur á meðan Höttur þurftu að hafa miklu meira fyrir sínum stigum. Tindastóll sigldi þessu örugglega í hús 83-71. Af hverju vann Tindastóll? Voru miklu betri á öllum sviðum leiksins. Voru bara einum of stórir fyrir Hött í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Davis Geks var frábær í kvöld, hann skoraði að vild, Þórir og Callum voru öflugir líka. Heilt yfir voru Tindastólsmenn frábærir á báðum endum í kvöld. Hvað gekk illa? Hetti gekk illa að stoppa áhlaup Tindastóls þegar þau komu. Lítið framlag frá lykilmönnum Hattar fyrir utan Buskey, ef þú ætlar að vinna í Síkinu þarft þú að fá framlag frá aukaleikurunum þínum með lykilmönnum og það var ekki að gerast í dag. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í Hveragerði og tekur á móti Hamar á meðan Höttur fær Álftanes í heimsókn, báðir leikir fara fram 14. Desember klukkan 19:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti