Segjast öll hafa passað sig á að kollsteypa ekki skólakerfinu Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. desember 2023 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherrar mættu í Pallborðið ásamt Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi ráðherrar menntamála segjast allir hafa gætt þess að kollsteypa ekki skólakerfinu í sinni ráðherratíð. Þau eru öll sammála um að niðurstöður nýrrar PISA könnunar séu áfall. Þetta er meðal þess sem fram kom í seinni hluta Pallborðsins á Vísi. Þar var rætt við þrjá fyrrverandi menntamálaráðherra, þau Lilju Alfreðsdóttir, núverandi menningar-og viðskiptaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Illuga Gunnarsson. Illugi var menntamálaráðherra frá 2013 til 2013, Þorgerður frá 2004 til 2009 og Lilja 2017 til 2021. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Í fyrri hluta Pallborðsins var rætt við sérfræðinga í menntavísindum. Þar voru stjórnmálamenn meðal annars gagnrýndir fyrir að fikta um of í mikilvægustu innviðum landsins. Ólíkir menntamálaráðherrar hafi í gegnum árin komið að verkefninu með sínar eigin hugmyndir. Stórt og viðkvæmt kerfi Þau Illugi, Lilja og Þorgerður eru sammála um að þau hafi öll viljað gæta að samfellu á sínum tíma sem ráðherrar. „Ég held að við eigum það öll sameiginlegt hérna sem ráðherrar. Það er auðvitað fyrir hvern nýjan ráðherra sem kemur inn, spurning um hverju ég vil breyta, hverju ég vil koma með inn nýtt. Ég held það eigi við um okkur öll þrjú að við höfum viljað gæta að því að það sé sæmileg samfella í skólakerfinu,“ segir Illugi. „Þetta er stórt, mikilvægt og viðkævmt kerfi. Það þýðir ekki að það verði ekki einhverjar breytngar eða að það eigi ekki að gera breytingar, eða jafnvel breytingar sem skipta máli.“ Mikilvægt að sofna ekki strax á verðinum Menntamálaráðherrarnir voru spurðir hvað þau vildu að yrði gert til að bregðast við þeirri þróun sem nýjustu niðurstöður PISA könnunarinnar sýni, svo hægt sé að snúa henni við. Lilja segir að halda þurfi áfram aðgerðum sem gripið hafi verið til í hennar ráðherratíð. Hún segir mikilvægt að stórbæta námsgögn barna og leggja meiri áherslu á fagorðaforða barnanna. „Við þurfum líka að vera með ríkan samanburð við þau ríki þar sem þetta gengur vel og horfast í augu við það hvar við stöndum og þar tel ég að sé mjög mikilvægt að við förum núna að stórbæta námsgögnin og halda áfram með þessar aðgerðir, af því að þær eru mjög margþættar og ég er sannfærð um að þær muni skila árangri af því að þær miða við það besta sem er að gerast.“ Þorgerður Katrín segir að halda þurfi vel utan um kennara. Stjórnmálamenn megi ekki sleppa sér í pólitík. „Við þurfum meiri greiningar. Við þurfum að segja af hverju þetta er gott og þetta er vont. Það vantar gögnin á bakvið og við þurfum að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um næstu skref. Það er margt búið að gerast frábært í íslensku menntakerfi en við getum gert betur. Það sjá það allir. Ég ætla að vera á vaktinni með er einmitt að við sofnum ekki í næstu viku og förum að tala um eitthvað annað.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherrar mættu í Pallborðið ásamt Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra.Vísir/Vilhelm Illugi segir það sjálfsagðan rétt barnanna að þau séu undirbúin með sem bestum hætti undir lífið. Skólinn sé besta jöfnunartækið. „Það að ná ekki tökum á læsi, það bara strax setur viðkomandi einstakling til hliðar. Það er mjög alvarlegt mál og það er einn þátturinn,“ segir Illugi. Vandamálið sé margþætt, en það þýðir ekki að ekki sé hægt að veita athygli að ákveðnum þáttum. „Þetta er mál sem snýr að okkur öllum. Þetta er ekki bara einkamál skólans eða kennarans eða menntamálaráðuneytisins eða einhverjar stofnunar. Þetta snýr að öllu samfélaginu. Þetta snýr að okkur sem foreldrum, þetta eru afar og ömmur og allir þessir sem koma að þessu verkefni, að gera börnin okkar læs. Þau eiga það skilið.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í seinni hluta Pallborðsins á Vísi. Þar var rætt við þrjá fyrrverandi menntamálaráðherra, þau Lilju Alfreðsdóttir, núverandi menningar-og viðskiptaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Illuga Gunnarsson. Illugi var menntamálaráðherra frá 2013 til 2013, Þorgerður frá 2004 til 2009 og Lilja 2017 til 2021. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Í fyrri hluta Pallborðsins var rætt við sérfræðinga í menntavísindum. Þar voru stjórnmálamenn meðal annars gagnrýndir fyrir að fikta um of í mikilvægustu innviðum landsins. Ólíkir menntamálaráðherrar hafi í gegnum árin komið að verkefninu með sínar eigin hugmyndir. Stórt og viðkvæmt kerfi Þau Illugi, Lilja og Þorgerður eru sammála um að þau hafi öll viljað gæta að samfellu á sínum tíma sem ráðherrar. „Ég held að við eigum það öll sameiginlegt hérna sem ráðherrar. Það er auðvitað fyrir hvern nýjan ráðherra sem kemur inn, spurning um hverju ég vil breyta, hverju ég vil koma með inn nýtt. Ég held það eigi við um okkur öll þrjú að við höfum viljað gæta að því að það sé sæmileg samfella í skólakerfinu,“ segir Illugi. „Þetta er stórt, mikilvægt og viðkævmt kerfi. Það þýðir ekki að það verði ekki einhverjar breytngar eða að það eigi ekki að gera breytingar, eða jafnvel breytingar sem skipta máli.“ Mikilvægt að sofna ekki strax á verðinum Menntamálaráðherrarnir voru spurðir hvað þau vildu að yrði gert til að bregðast við þeirri þróun sem nýjustu niðurstöður PISA könnunarinnar sýni, svo hægt sé að snúa henni við. Lilja segir að halda þurfi áfram aðgerðum sem gripið hafi verið til í hennar ráðherratíð. Hún segir mikilvægt að stórbæta námsgögn barna og leggja meiri áherslu á fagorðaforða barnanna. „Við þurfum líka að vera með ríkan samanburð við þau ríki þar sem þetta gengur vel og horfast í augu við það hvar við stöndum og þar tel ég að sé mjög mikilvægt að við förum núna að stórbæta námsgögnin og halda áfram með þessar aðgerðir, af því að þær eru mjög margþættar og ég er sannfærð um að þær muni skila árangri af því að þær miða við það besta sem er að gerast.“ Þorgerður Katrín segir að halda þurfi vel utan um kennara. Stjórnmálamenn megi ekki sleppa sér í pólitík. „Við þurfum meiri greiningar. Við þurfum að segja af hverju þetta er gott og þetta er vont. Það vantar gögnin á bakvið og við þurfum að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um næstu skref. Það er margt búið að gerast frábært í íslensku menntakerfi en við getum gert betur. Það sjá það allir. Ég ætla að vera á vaktinni með er einmitt að við sofnum ekki í næstu viku og förum að tala um eitthvað annað.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherrar mættu í Pallborðið ásamt Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra.Vísir/Vilhelm Illugi segir það sjálfsagðan rétt barnanna að þau séu undirbúin með sem bestum hætti undir lífið. Skólinn sé besta jöfnunartækið. „Það að ná ekki tökum á læsi, það bara strax setur viðkomandi einstakling til hliðar. Það er mjög alvarlegt mál og það er einn þátturinn,“ segir Illugi. Vandamálið sé margþætt, en það þýðir ekki að ekki sé hægt að veita athygli að ákveðnum þáttum. „Þetta er mál sem snýr að okkur öllum. Þetta er ekki bara einkamál skólans eða kennarans eða menntamálaráðuneytisins eða einhverjar stofnunar. Þetta snýr að öllu samfélaginu. Þetta snýr að okkur sem foreldrum, þetta eru afar og ömmur og allir þessir sem koma að þessu verkefni, að gera börnin okkar læs. Þau eiga það skilið.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent