„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:00 Gunnar Magnússon var alveg með á hreinu hvað munurinn á liðunum lá. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. „Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“ Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00