Dauðþreytt á kolniðamyrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2023 16:04 Þóra Berg Jónsdóttir á göngustígnum í Laugardalnum í niðamyrkri. Engin lýsing er á göngustígnum. Vísir/Vilhelm Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur. „Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“ Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Þetta er bara mjög alvarlegt mál. Þetta er svo ofboðslegt myrkur, um leið og þú kemur út. Þú sérð varla neitt. Ég er búin að kaupa mér ennisljós en það bara dugar ekki,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra fer til sjúkraþjálfara hjá Atlas endurhæfingu á Engjavegi 6 klukkan 08:00 á þriðjudags og fimmtudagsmorgnum. Þaðan gengur hún í World Class líkamsræktarstöðina við Laugardalsvöll þar sem hún fer meðal annars í spa og sundleikfimi. Hún hafði samband við fréttastofu vegna málsins og segist áður hafa kvartað yfir myrkrinu á gönguleiðinni til Reykjavíkurborgar. Það hafi ekki borið árangur. Kort af leiðinni sem Þóra gengur í Laugardalnum og er öll í niðamyrkri.Google Maps Bíður eftir að hún slasi sig „Það er myrkur um leið og þú kemur út hjá Atlas. Þær hafa oft hringt þar og látið vita af þessu. Svo er gönguljós þegar þú kemur að götunni en síðan er bara ekkert ljós frá Þróttaraheimilinu og alveg niður að svæðinu hjá fótboltavellinum.“ Þóra ítrekar að myrkrið sé engu líkt. Hún sé orðin 69 ára gömul, hætt að vinna og megi alls ekki við því að detta í slíkum aðstæðum. „Mig langar ekkert til að detta. Ég er bara dauð ef ég dett. Það er bara þannig.“ Þóra Berg Jónsdóttir fer til sjúkraþjálfara og í sundleikfimi og spa í dalnum tvisvar í viku. Maðurinn hennar er á bílnum og hún gengur því á milli, sem erfitt í kolniðamyrkri.Vísir/Vilhelm Verðmæt með tíu barnabörn Þú hefur sloppið við að slasa þig? „Nei en ég bara bíð eftir því að það gerist. Þá borgar bara Dagur. Þetta er allt í lagi,“ segir Þóra. Hún segist hafa grínast með það við sína yngri ræktarfélaga að hún fengi líklegast töluvert minna í skaðabætur en þær. Ljóst er að þrátt fyrir alvarleika málsins hefur Þóra húmor fyrir sjálfri sér. „Ég var að pæla í því nefnilega sko að mig langar til að lifa lengur,“ segir Þóra létt í bragði. „Það er kannski líka það. Svo er það líka það að ég er bara búin að gera það fimm sinnum, með manni sem ég er búin að vera gift í fimmtíu ár. Og svo á ég tíu barnabörn. Er ég ekki svolítið dýrmæt?“
Reykjavík Eldri borgarar Slysavarnir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira