Þetta kemur fram í Facebook-færslu Skíðasvæðanna Bláfjalla og Skálafells.
Þar segir að þessi áfangi sé „tvímælalaust stærsti áfangi í uppbyggingarsögu skíðasvæðisins í Bláfjöllum“ og eigi eftir að breyta miklu „varðandi rekstur og upplifun gesta“. Hér má sjá myndband af snjóframleiðslukerfinu á fullu:
Enn fremur segir að með snjóframleiðslunni megi gera ráð fyrir að líkur á að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum fyrir jól hafi aukist verulega og að áhrif hlákutíma á vetri verði minni en áður. Sömuleiðis muni raðir í stólalyftur sennilega heyra sögunni til með nýju lyftunum tveimur.
Fulltrúar frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu voru viðstaddir vígsluna og klipptu saman á borða að stólalyftunum.
