Eftir gríðarlega spennandi leik fór það svo að Frakkland vann með minnsta mun mögulegum, einu marki. Lokatölur 24-23 og toppsætið Frakklands.
Estelle Nze Minko var markahæst í liði Frakklands með 6 mörk. Hjá Noregi voru Nora Mørk og Vilde Mortensen Ingstad markahæstar með 4 mörk hvor. Fyrr í dag vann Slóvenía fimm marka sigur á Austurríki, 32-27, og Angóla vann Suður-Kóreu með tveimur mörkum, 33-31.
Í milliriðli IV vann Holland átta marka sigur á Spáni, 29-21, og fer inn í 8-liða úrslitin með fullt hús stiga úr milliriðli. Hefði Spánn nælt í stig, í eintölu eða fleirtölu, hefði liðið komist áfram. Markahæst í liði Hollands var Zoë Sprengers með 6 mörk.
Lois Abbingh and Danila So Delgado blowing up the net #DENNORSWE2023 #aimtoexcite @Handbal_NL @RFEBalonmano pic.twitter.com/wZiC9AtaTt
— International Handball Federation (@ihf_info) December 10, 2023
Brasilía endaði í 2. sæti eftir þriggja marka sigur á Tékklandi, lokatölur 30-27. Þá vann Argentína fimm marka sigur á Úkraínu, lokatölur 25-20. Brasilía, Tékkland og Spánn enduðu öll með sex stig en Brasilía fer áfram í 8-liða úrslit.