Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega í Katar í gær. @icelandic_weightlifting Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni. Lyftingar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni.
Lyftingar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira