Þórir ósáttur við ákvörðun Alþjóða ólympíunefndarinnar: „Punktur!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2023 11:00 Þórir Hergeirsson er ekki hrifinn af U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. epa/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sterkar skoðanir á því að rússnesku íþróttafólki verði leyft að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Á föstudaginn var greint frá því að Alþjóða ólympíunefndin hefði ákveðið að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa á Ólympíuleikunum í París. Áður hafði verið gefið út að hvorki rússneskt né hvít-rússneskt íþróttafólk fengi að vera með á Ólympíuleikunum vegna stríðsins í Úkraínu en Alþjóða ólympíunefndin skipti um skoðun. Rússneska og hvít-rússneska íþróttafólkið má hins vegar ekki keppa undir fána sinnar þjóðar, ekki styðja stríðið og ekki vera meðlimur í hernum eða öryggissveitum þjóðanna. Þjóðsöngvarnir verða heldur ekki spilaðir vinni þau gullverðlaun. Nettavisen leitaði viðbragða hjá nokkrum aðilum í norsku íþróttahreyfingunni, meðal annars Þóri, eftir þessa U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. Ekki stóð á svari hjá Selfyssingnum. „Skoðun mín er sú sama og hefur alltaf verið. Rússland ætti aldrei að vera leyft að keppa á alþjóðlegum íþróttamótum á meðan stríðinu við Úkraínu stendur,“ sagði Þórir. „Punktur!“ Þórir þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því mæta Rússlandi á Ólympíuleikunum í París þar sem rússneskum og hvít-rússneskum liðum verður ekki heimilt að keppa á leikunum. Þórir og norsku stelpurnar hans töpuðu fyrir Frakklandi, 24-23, í lokaleik sínum í milliriðli II á HM í gær. Leikurinn réði því hvort liðið myndi vinna riðilinn. Í átta liða úrslitum HM mætir Noregur Hollandi. Leikurinn fer fram á morgun. Norðmenn eiga titil að verja á HM. Undir stjórn Þóris hefur norska liðið þrisvar sinnum orðið heimsmeistari. Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Alþjóða ólympíunefndin hefði ákveðið að leyfa rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa á Ólympíuleikunum í París. Áður hafði verið gefið út að hvorki rússneskt né hvít-rússneskt íþróttafólk fengi að vera með á Ólympíuleikunum vegna stríðsins í Úkraínu en Alþjóða ólympíunefndin skipti um skoðun. Rússneska og hvít-rússneska íþróttafólkið má hins vegar ekki keppa undir fána sinnar þjóðar, ekki styðja stríðið og ekki vera meðlimur í hernum eða öryggissveitum þjóðanna. Þjóðsöngvarnir verða heldur ekki spilaðir vinni þau gullverðlaun. Nettavisen leitaði viðbragða hjá nokkrum aðilum í norsku íþróttahreyfingunni, meðal annars Þóri, eftir þessa U-beygju Alþjóða ólympíunefndarinnar. Ekki stóð á svari hjá Selfyssingnum. „Skoðun mín er sú sama og hefur alltaf verið. Rússland ætti aldrei að vera leyft að keppa á alþjóðlegum íþróttamótum á meðan stríðinu við Úkraínu stendur,“ sagði Þórir. „Punktur!“ Þórir þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því mæta Rússlandi á Ólympíuleikunum í París þar sem rússneskum og hvít-rússneskum liðum verður ekki heimilt að keppa á leikunum. Þórir og norsku stelpurnar hans töpuðu fyrir Frakklandi, 24-23, í lokaleik sínum í milliriðli II á HM í gær. Leikurinn réði því hvort liðið myndi vinna riðilinn. Í átta liða úrslitum HM mætir Noregur Hollandi. Leikurinn fer fram á morgun. Norðmenn eiga titil að verja á HM. Undir stjórn Þóris hefur norska liðið þrisvar sinnum orðið heimsmeistari.
Norski handboltinn HM kvenna í handbolta 2023 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira