Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 16:58 Teiknuð mynd af Jack Teixeira í dómsal fyrr á árinu. AP/Margaret Small Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48